Gasol náði þrennu í sigri Lakers 18. febrúar 2009 09:33 Kobe Bryant og Pau Gasol skiptast á spaðafimmum í sigrinum á Atlanta NordicPhotos/GettyImages NBA deildin byrjaði á fullu í nótt eftir hlé sem gert var vegna stjörnuleiksins um helgina. Alls voru tíu leikir á dagskrá. Spánverjinn Pau Gasol fór fyrir liði sínu LA Lakers í 96-83 sigri á Atlanta í Los Angeles þar sem hann skoraði 12 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst og Kobe Bryant lét sér nægja 10 stig. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Atlanta með 14 stig. Phoenix spilaði fyrsta leikinn undir stjórn Alvin Gentry eftir að þjálfarinn Terry Porter var rekinn um helgina og vann 140-100 sigur á LA Clippers. Marcus Camby lék ekki með Clippers vegna meiðsla og Zach Randolph var rekinn af velli í fyrsta leikhluta fyrir að slá til mótherja síns. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix líkt og Eric Gordon fyrir Clippers. 47 stig nægðu ekki hjá Durant Kevin Durant fór á kostum með liði Oklahoma Thunder í leik gegn New Orleans Hornets og skoraði 47 stig, en það nægði ekki því Oklahoma tapaði leiknum 100-98. David West skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans. Liðin skiptu fyrir leikinn á leikmönnum þar sem New Orleans sendi miðherja sinn Tyson Chandler til Oklahoma í skiptum fyrir þá Joe Smith og Chris Wilcox, en hér var á ferðinni sparnaðaraðgerð að hálfu New Orleans. New York lagði San Antonio á heimavelli eftir framlengdan leik 112-107. Tim Duncan var með 26 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en troðkóngurinn Nate Robinson skoraði 32 stig fyrir New York. Utah lagði Memphis 117-99 á heimavelli. CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah en Rudy Gay og OJ Mayo 18 hvor fyrir gestina. Houston vann sjötta sigur sinn í röð á liði New Jersey 114-88. Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey en Yao Ming var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Liðið fékk þau slæmu tíðindi í gærkvöld að Tracy McGrady þyrfti í hnéuppskurð og gæti ekki leikið meira með liðinu í vetur. Milwaukee vann góðan útisigur á Detroit 92-86. Richard Jefferson skoraði 29 stig fyrir Milwaukee en Antonio McDyess skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst eftir að hafa verið settur í byrjunarliðið. Tröllatvenna hjá Howard Stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard fór mikinn í liði Orlando þegar það lagði Charlotte heima í framlengdum leik 107-102. Howard setti persónulegt met með 45 stigum og hirti 19 fráköst. Raymond Felton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte. Washington klúðraði 19 stiga forystu á heimavelli gegn Minnesota en vann samt 111-103 sigur. Antawn Jamison skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Randy Foye setti 23 stig fyrir Minnesota. Indiana lagði Philadelphia 100-91 með 20 stigum og 10 fráköstum frá Danny Granger. Andre Iguodala skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia. NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
NBA deildin byrjaði á fullu í nótt eftir hlé sem gert var vegna stjörnuleiksins um helgina. Alls voru tíu leikir á dagskrá. Spánverjinn Pau Gasol fór fyrir liði sínu LA Lakers í 96-83 sigri á Atlanta í Los Angeles þar sem hann skoraði 12 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst og Kobe Bryant lét sér nægja 10 stig. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Atlanta með 14 stig. Phoenix spilaði fyrsta leikinn undir stjórn Alvin Gentry eftir að þjálfarinn Terry Porter var rekinn um helgina og vann 140-100 sigur á LA Clippers. Marcus Camby lék ekki með Clippers vegna meiðsla og Zach Randolph var rekinn af velli í fyrsta leikhluta fyrir að slá til mótherja síns. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix líkt og Eric Gordon fyrir Clippers. 47 stig nægðu ekki hjá Durant Kevin Durant fór á kostum með liði Oklahoma Thunder í leik gegn New Orleans Hornets og skoraði 47 stig, en það nægði ekki því Oklahoma tapaði leiknum 100-98. David West skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans. Liðin skiptu fyrir leikinn á leikmönnum þar sem New Orleans sendi miðherja sinn Tyson Chandler til Oklahoma í skiptum fyrir þá Joe Smith og Chris Wilcox, en hér var á ferðinni sparnaðaraðgerð að hálfu New Orleans. New York lagði San Antonio á heimavelli eftir framlengdan leik 112-107. Tim Duncan var með 26 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en troðkóngurinn Nate Robinson skoraði 32 stig fyrir New York. Utah lagði Memphis 117-99 á heimavelli. CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah en Rudy Gay og OJ Mayo 18 hvor fyrir gestina. Houston vann sjötta sigur sinn í röð á liði New Jersey 114-88. Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey en Yao Ming var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Liðið fékk þau slæmu tíðindi í gærkvöld að Tracy McGrady þyrfti í hnéuppskurð og gæti ekki leikið meira með liðinu í vetur. Milwaukee vann góðan útisigur á Detroit 92-86. Richard Jefferson skoraði 29 stig fyrir Milwaukee en Antonio McDyess skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst eftir að hafa verið settur í byrjunarliðið. Tröllatvenna hjá Howard Stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard fór mikinn í liði Orlando þegar það lagði Charlotte heima í framlengdum leik 107-102. Howard setti persónulegt met með 45 stigum og hirti 19 fráköst. Raymond Felton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte. Washington klúðraði 19 stiga forystu á heimavelli gegn Minnesota en vann samt 111-103 sigur. Antawn Jamison skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Randy Foye setti 23 stig fyrir Minnesota. Indiana lagði Philadelphia 100-91 með 20 stigum og 10 fráköstum frá Danny Granger. Andre Iguodala skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia.
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira