Körfubolti

Jón Arnór meiddist illa á baki - frá í 3-4 mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Vilhelm

Jón Arnór Stefánsson verður ekkert með spænska liðinu CB Granada eftir að hafa meiðst illa á baki í æfingaleik á móti Kihmki frá Úkraínu í gærkvöldi.

Jón Arnór lenti illa og er óvíst hvort hryggjaliðir séu brákaðir en áætlað er að hann verði frá í 3-4 mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Læknir Granadaliðsins skoðaði Jón Arnór strax og sendi hann síðan í frekar rannsóknir og myndatöku á spítala.

Atvikið gerðist í lok fyrsta leikhluta þegar Jón Arnór stökk á eftir boltanum í vörninni en missti jafnvægið og datt illa á vinstri hliðina úr meira en meters hæð. Á heimasíðu CB Granada kemur fram að þrátt fyrir að hryggjaliðir gætu verið brákaðir þá er engin hætta á mænuskaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×