Ólafur Jóhannesson: Sigur í Glasgow myndi færa þjóðinni bros Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 16:06 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Ólafur segir meðal annars að hann vilji vinna til að lyfta íslensku þjóðinni, sem hann lýsti hvernig hefði átt erfitt í kreppunni. "Vegna kreppunnar væri sérstakt að ná að vinna leiki, til dæmis þennan á Hampden og að komast í úrslitakeppni stórmóts. Ef við næðum því myndi það draga fram nauðsynleg bros á þjóðinni. Það myndi hjálpa þeim að komast í gegnum krísuna," sagði þjálfarinn. "Það væri svipað og handboltalandsliðið sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, þjóðin ljómaði öll við það. Þetta er eins með fótboltann. Ef við vinnum verða allir ánægðir í landinu. Sigur myndi láta alla gleyma því hvað hefur gengið á. Það getir öskrað á sjónvarpið og hleypt reiðinni út," sagði Ólafur. Blaðamaður Sunday Mail fer mikinn um Eið Smára Guðjohnsen en Ólafur segir að íslenska landsliðið sé ekki eins manns lið. „Allir halda að liðið snúist bara um Eið. Þetta snýst alls ekki bara um hann - við erum nú með aðra stráka í liðinu sem geta unnið leiki fyrir okkur. Leikmennirnir verða að muna það líka," sagði Ólafur. Hann vonast einnig til þess að ná að nýta sér það að Skotar spiluðu erfiðan útileik gegn Hollendingum í gær, sem þeir töpuðu 3-0. „Þetta verður erfiður leikur. Holland mun vinna riðilinn en það eru fjórar þjóðir að berjast um annað sætið. Við getum öll tekið stig af hvert öðru þannig að hver leikur er eins og úrslitaleikur." „Skotar eru okkur aðeins fremri eins og Noregur en það hindrar okkur ekkert í því að reyna. Ég er ánægður með að Skotar spiluðu við Holland á laugardaginn, það þýðir að við getum einbeitt okkur 100 prósent að leiknum í Glasgow. Ég sá leikinn í Amsterdam og tek að við séum í góðri stöðu núna. Við ættum að hafa alla fríska og í toppformi á miðvikudaginn og það mun hjálpa okkur," sagði Ólafur Jóhannesson. Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Ólafur segir meðal annars að hann vilji vinna til að lyfta íslensku þjóðinni, sem hann lýsti hvernig hefði átt erfitt í kreppunni. "Vegna kreppunnar væri sérstakt að ná að vinna leiki, til dæmis þennan á Hampden og að komast í úrslitakeppni stórmóts. Ef við næðum því myndi það draga fram nauðsynleg bros á þjóðinni. Það myndi hjálpa þeim að komast í gegnum krísuna," sagði þjálfarinn. "Það væri svipað og handboltalandsliðið sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, þjóðin ljómaði öll við það. Þetta er eins með fótboltann. Ef við vinnum verða allir ánægðir í landinu. Sigur myndi láta alla gleyma því hvað hefur gengið á. Það getir öskrað á sjónvarpið og hleypt reiðinni út," sagði Ólafur. Blaðamaður Sunday Mail fer mikinn um Eið Smára Guðjohnsen en Ólafur segir að íslenska landsliðið sé ekki eins manns lið. „Allir halda að liðið snúist bara um Eið. Þetta snýst alls ekki bara um hann - við erum nú með aðra stráka í liðinu sem geta unnið leiki fyrir okkur. Leikmennirnir verða að muna það líka," sagði Ólafur. Hann vonast einnig til þess að ná að nýta sér það að Skotar spiluðu erfiðan útileik gegn Hollendingum í gær, sem þeir töpuðu 3-0. „Þetta verður erfiður leikur. Holland mun vinna riðilinn en það eru fjórar þjóðir að berjast um annað sætið. Við getum öll tekið stig af hvert öðru þannig að hver leikur er eins og úrslitaleikur." „Skotar eru okkur aðeins fremri eins og Noregur en það hindrar okkur ekkert í því að reyna. Ég er ánægður með að Skotar spiluðu við Holland á laugardaginn, það þýðir að við getum einbeitt okkur 100 prósent að leiknum í Glasgow. Ég sá leikinn í Amsterdam og tek að við séum í góðri stöðu núna. Við ættum að hafa alla fríska og í toppformi á miðvikudaginn og það mun hjálpa okkur," sagði Ólafur Jóhannesson.
Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira