Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda 14. febrúar 2009 18:40 Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála dómi Jóns Baldvins um að forysta Samfylkingarinnar hafi ekki axlað ábyrgð. ,,Forystan hefur hefur axlað sína ábyrgð á samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni með því að rjúfa og efna til stjórnarsamstarfs til vinstri á nýjum forsendum. Hún átti þátt í því að koma þjóðarskútunni í lag svo ég tel að þar með hafi hún axlað ábyrgð." Ingibjörg gefur ekki mikið fyrir þau orð Jóns Baldvins að hún eigi sem formaður að víkja þar sem forystan hafi brugðist. ,,Mér finnst það dálítið merkilegt að þeir tveir flokksformenn sem efndu til stjórnarsamstarfs árið 1991, sem að má segja að þjóðin hafi þurft að súpa seyðið af, þeir hafa báðir látið af því liggja að þeir hygðu á endurkomu í stjórnmál ef núverandi forysta flokkanna færi ekki að þeirra vilja. Þeim tekst að láta þetta hljóma eins og hótun en ef þeir eru svona driflausir þá verða þeir að láta á það reyna hvort þeir eigi vísan stuðning í flokkunum," segir Ingibjörg. Ingibjörg efast um að Jón Baldvin standi beinlínis fyrir endurnýjun. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það hafi verið hann sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda árið 1991 og hafnaði samstarfi til vinstri. Ingibjörg útilokar það ekki að hún muni gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta landsfundi. Um þá tillögu Jóns Baldvins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem formaður flokksins segir Ingibjörg: ,,Þá held ég í ljósi forsögunnar að Jón Baldvin ætti að láta Jóhönnu tala fyrir sig sjálfa. Það er síðan auðvitað Samfylkingin sem ákveður á sínum landsfundi hvort hún telji þörf fyrir endurnýjun í forystu flokksins. Ég mun auðvitað lúta þeim vilja eins og aðrir." ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta," segir Ingibjörg aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Sjá meira
Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála dómi Jóns Baldvins um að forysta Samfylkingarinnar hafi ekki axlað ábyrgð. ,,Forystan hefur hefur axlað sína ábyrgð á samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni með því að rjúfa og efna til stjórnarsamstarfs til vinstri á nýjum forsendum. Hún átti þátt í því að koma þjóðarskútunni í lag svo ég tel að þar með hafi hún axlað ábyrgð." Ingibjörg gefur ekki mikið fyrir þau orð Jóns Baldvins að hún eigi sem formaður að víkja þar sem forystan hafi brugðist. ,,Mér finnst það dálítið merkilegt að þeir tveir flokksformenn sem efndu til stjórnarsamstarfs árið 1991, sem að má segja að þjóðin hafi þurft að súpa seyðið af, þeir hafa báðir látið af því liggja að þeir hygðu á endurkomu í stjórnmál ef núverandi forysta flokkanna færi ekki að þeirra vilja. Þeim tekst að láta þetta hljóma eins og hótun en ef þeir eru svona driflausir þá verða þeir að láta á það reyna hvort þeir eigi vísan stuðning í flokkunum," segir Ingibjörg. Ingibjörg efast um að Jón Baldvin standi beinlínis fyrir endurnýjun. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það hafi verið hann sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda árið 1991 og hafnaði samstarfi til vinstri. Ingibjörg útilokar það ekki að hún muni gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta landsfundi. Um þá tillögu Jóns Baldvins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem formaður flokksins segir Ingibjörg: ,,Þá held ég í ljósi forsögunnar að Jón Baldvin ætti að láta Jóhönnu tala fyrir sig sjálfa. Það er síðan auðvitað Samfylkingin sem ákveður á sínum landsfundi hvort hún telji þörf fyrir endurnýjun í forystu flokksins. Ég mun auðvitað lúta þeim vilja eins og aðrir." ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta," segir Ingibjörg aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Sjá meira
Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57
Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08