Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda 14. febrúar 2009 18:40 Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála dómi Jóns Baldvins um að forysta Samfylkingarinnar hafi ekki axlað ábyrgð. ,,Forystan hefur hefur axlað sína ábyrgð á samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni með því að rjúfa og efna til stjórnarsamstarfs til vinstri á nýjum forsendum. Hún átti þátt í því að koma þjóðarskútunni í lag svo ég tel að þar með hafi hún axlað ábyrgð." Ingibjörg gefur ekki mikið fyrir þau orð Jóns Baldvins að hún eigi sem formaður að víkja þar sem forystan hafi brugðist. ,,Mér finnst það dálítið merkilegt að þeir tveir flokksformenn sem efndu til stjórnarsamstarfs árið 1991, sem að má segja að þjóðin hafi þurft að súpa seyðið af, þeir hafa báðir látið af því liggja að þeir hygðu á endurkomu í stjórnmál ef núverandi forysta flokkanna færi ekki að þeirra vilja. Þeim tekst að láta þetta hljóma eins og hótun en ef þeir eru svona driflausir þá verða þeir að láta á það reyna hvort þeir eigi vísan stuðning í flokkunum," segir Ingibjörg. Ingibjörg efast um að Jón Baldvin standi beinlínis fyrir endurnýjun. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það hafi verið hann sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda árið 1991 og hafnaði samstarfi til vinstri. Ingibjörg útilokar það ekki að hún muni gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta landsfundi. Um þá tillögu Jóns Baldvins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem formaður flokksins segir Ingibjörg: ,,Þá held ég í ljósi forsögunnar að Jón Baldvin ætti að láta Jóhönnu tala fyrir sig sjálfa. Það er síðan auðvitað Samfylkingin sem ákveður á sínum landsfundi hvort hún telji þörf fyrir endurnýjun í forystu flokksins. Ég mun auðvitað lúta þeim vilja eins og aðrir." ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta," segir Ingibjörg aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála dómi Jóns Baldvins um að forysta Samfylkingarinnar hafi ekki axlað ábyrgð. ,,Forystan hefur hefur axlað sína ábyrgð á samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni með því að rjúfa og efna til stjórnarsamstarfs til vinstri á nýjum forsendum. Hún átti þátt í því að koma þjóðarskútunni í lag svo ég tel að þar með hafi hún axlað ábyrgð." Ingibjörg gefur ekki mikið fyrir þau orð Jóns Baldvins að hún eigi sem formaður að víkja þar sem forystan hafi brugðist. ,,Mér finnst það dálítið merkilegt að þeir tveir flokksformenn sem efndu til stjórnarsamstarfs árið 1991, sem að má segja að þjóðin hafi þurft að súpa seyðið af, þeir hafa báðir látið af því liggja að þeir hygðu á endurkomu í stjórnmál ef núverandi forysta flokkanna færi ekki að þeirra vilja. Þeim tekst að láta þetta hljóma eins og hótun en ef þeir eru svona driflausir þá verða þeir að láta á það reyna hvort þeir eigi vísan stuðning í flokkunum," segir Ingibjörg. Ingibjörg efast um að Jón Baldvin standi beinlínis fyrir endurnýjun. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það hafi verið hann sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda árið 1991 og hafnaði samstarfi til vinstri. Ingibjörg útilokar það ekki að hún muni gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta landsfundi. Um þá tillögu Jóns Baldvins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem formaður flokksins segir Ingibjörg: ,,Þá held ég í ljósi forsögunnar að Jón Baldvin ætti að láta Jóhönnu tala fyrir sig sjálfa. Það er síðan auðvitað Samfylkingin sem ákveður á sínum landsfundi hvort hún telji þörf fyrir endurnýjun í forystu flokksins. Ég mun auðvitað lúta þeim vilja eins og aðrir." ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta," segir Ingibjörg aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57
Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08