Íslenski boltinn

Páll Einarsson tekur við Þrótti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Páll Einarsson tekur við Þrótti.
Páll Einarsson tekur við Þrótti. Mynd/Daníel

Páll Einarsson hefur verið ráðinn næsti þjálfari Þróttar en liðið féll úr Pepsi-deild karla nú í haust.

Það var Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar, sem tilkynnti þetta í ræðu sinni á lokahófi Þróttara í kvöld. Þetta kom fram á fótbolti.net.

Páll hefur verið aðstoðarþjálfari Fylkis þar sem Ólafur Þórðarson er þjálfari. Páll lék með Fylki eftir að hann gekk í raðir félagsins árið 2005 en þá hafði hann alla tíð leikið með Þrótti.

Mikið var fjallað um deilur hans við Atla Eðvaldsson, þáverandi þjálfara Þróttar, sem varð til þess að Páll yfirgaf félagið.

Páll skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Þrótt. Nú í kvöld sendi félagið frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Þróttarar ætli að „þjappa okkur saman og koma meistaraflokknum okkar í úrvalsdeild.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×