Terry stólar á Ancelotti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2009 11:15 John Terry í leik með Chelsea gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Nordic Photos / Getty Images John Terry segir að Carlo Ancelotti sé rétti maðurinn til að stýra Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Chelsea komst í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði þá fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin er sérstaklega minnistæð fyrir Terry en hann misnotaði sína spyrnu í keppninni. Hann hefði getað tryggt Chelsea titilinn. „Það sem við þurftum að ganga í gegnum var mjög sárt og er enn," sagði Terry í samtali við enska fjölmiðla. „Það er þess vegna sem það er svona mikilvægt að halda kjarna liðsins saman." „Við höfum mátt upplifa margar erfiðar stundir saman. Það hafa líka verið góðar stundir en þær slæmu munu lifa að eilífu. Það er eitthvað sem ég vil fá tækifæri til að bæta fyrir." Hann sagði einnig að Ancelotti hafi reynsluna sem til þurfi en hann varð tvívegis Evrópumeistari sem knattspyrnustjóri AC Milan. „Ítalskir knattspyrnustjórar eru mjög góðir í að skipuleggja leikstíl liða sinna. Við verjumst mjög vel og vinnum saman sem ein liðsheild. Það sama má segja um lið Milan undanfarin ár. Það vita allir hvað þeir eiga að gera," sagði Terry. „Við vitum vel að það verður erfitt að brjóta okkur á bak aftur og miðað við þá öflugu sóknarmenn sem við erum með mun okkur alltaf takast að skora mörk." „Carlo er mjög góður maður og veit nákvæmlega hvað leikmenn þurfa. Það er lykillinn að þeirri velgengni sem við þráum." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
John Terry segir að Carlo Ancelotti sé rétti maðurinn til að stýra Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Chelsea komst í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði þá fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin er sérstaklega minnistæð fyrir Terry en hann misnotaði sína spyrnu í keppninni. Hann hefði getað tryggt Chelsea titilinn. „Það sem við þurftum að ganga í gegnum var mjög sárt og er enn," sagði Terry í samtali við enska fjölmiðla. „Það er þess vegna sem það er svona mikilvægt að halda kjarna liðsins saman." „Við höfum mátt upplifa margar erfiðar stundir saman. Það hafa líka verið góðar stundir en þær slæmu munu lifa að eilífu. Það er eitthvað sem ég vil fá tækifæri til að bæta fyrir." Hann sagði einnig að Ancelotti hafi reynsluna sem til þurfi en hann varð tvívegis Evrópumeistari sem knattspyrnustjóri AC Milan. „Ítalskir knattspyrnustjórar eru mjög góðir í að skipuleggja leikstíl liða sinna. Við verjumst mjög vel og vinnum saman sem ein liðsheild. Það sama má segja um lið Milan undanfarin ár. Það vita allir hvað þeir eiga að gera," sagði Terry. „Við vitum vel að það verður erfitt að brjóta okkur á bak aftur og miðað við þá öflugu sóknarmenn sem við erum með mun okkur alltaf takast að skora mörk." „Carlo er mjög góður maður og veit nákvæmlega hvað leikmenn þurfa. Það er lykillinn að þeirri velgengni sem við þráum."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira