Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. ágúst 2008 20:19 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga. „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. „Það er of mikið að fá tvö mörk á okkur á sex mínútum. Ég veit ekki hvort það má skrifa þetta á einbeitingarleysi eða að leikmenn báru of mikla virðingu fyrir þeim sem var algjör óþarfi." „Þegar maður lendir 2-0 undir á heimavelli gegn svona góðu liði er við ramman reip að draga. En við reyndum og sýndum á köflum að við erum með frábært sóknarlið." „Við eigum engan möguleika í seinni leiknum. Það er ljóst. Við munum nú einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Grindavík." Heimir óttast þó ekki að FH muni fá rassskellingu í síðari leiknum sem fer fram í Birmingham eftir tvær vikur. „Þeir munu væntanlega hvíla einhverja leikmenn og líta á þennan leik sem létta æfingu. Ég hef því engar áhyggjur." „En úrslitin í dag eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að fá meira úr þessum leik og vorum jafnvel að gæla við að fá jafntefli eða að tapa með einu marki. Þá hefði kannski verið smá pressa á þeim í síðari leiknum." Heimir sagði að það hefði fátt komið sér á óvart í liði Aston Villa, til að mynda sú staðreynd að Gareth Barry var í byrjunarliðinu í kvöld. „Hann (O'Neill) gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi í gær að Barry myndi koma við sögu í þessum leik og það var í raun ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir beittu mikið af löngum boltum og sóttu stíft á hægri hluta varnarinnar. Við lentum í tómum vandræðum með það einfaldlega vegna þess að leikmenn voru ekki nógu duglegir að hjálpa hvorum öðrum." „En það jákvæða við leikinn er að hann fer á reynslubankann hjá ungu leikmönnunum. Við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel, sem að mínu mati var yfirburðamaður í okkar liði ásamt Dennis Siim." Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
„Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. „Það er of mikið að fá tvö mörk á okkur á sex mínútum. Ég veit ekki hvort það má skrifa þetta á einbeitingarleysi eða að leikmenn báru of mikla virðingu fyrir þeim sem var algjör óþarfi." „Þegar maður lendir 2-0 undir á heimavelli gegn svona góðu liði er við ramman reip að draga. En við reyndum og sýndum á köflum að við erum með frábært sóknarlið." „Við eigum engan möguleika í seinni leiknum. Það er ljóst. Við munum nú einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Grindavík." Heimir óttast þó ekki að FH muni fá rassskellingu í síðari leiknum sem fer fram í Birmingham eftir tvær vikur. „Þeir munu væntanlega hvíla einhverja leikmenn og líta á þennan leik sem létta æfingu. Ég hef því engar áhyggjur." „En úrslitin í dag eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að fá meira úr þessum leik og vorum jafnvel að gæla við að fá jafntefli eða að tapa með einu marki. Þá hefði kannski verið smá pressa á þeim í síðari leiknum." Heimir sagði að það hefði fátt komið sér á óvart í liði Aston Villa, til að mynda sú staðreynd að Gareth Barry var í byrjunarliðinu í kvöld. „Hann (O'Neill) gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi í gær að Barry myndi koma við sögu í þessum leik og það var í raun ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir beittu mikið af löngum boltum og sóttu stíft á hægri hluta varnarinnar. Við lentum í tómum vandræðum með það einfaldlega vegna þess að leikmenn voru ekki nógu duglegir að hjálpa hvorum öðrum." „En það jákvæða við leikinn er að hann fer á reynslubankann hjá ungu leikmönnunum. Við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel, sem að mínu mati var yfirburðamaður í okkar liði ásamt Dennis Siim."
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52