Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. ágúst 2008 20:19 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga. „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. „Það er of mikið að fá tvö mörk á okkur á sex mínútum. Ég veit ekki hvort það má skrifa þetta á einbeitingarleysi eða að leikmenn báru of mikla virðingu fyrir þeim sem var algjör óþarfi." „Þegar maður lendir 2-0 undir á heimavelli gegn svona góðu liði er við ramman reip að draga. En við reyndum og sýndum á köflum að við erum með frábært sóknarlið." „Við eigum engan möguleika í seinni leiknum. Það er ljóst. Við munum nú einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Grindavík." Heimir óttast þó ekki að FH muni fá rassskellingu í síðari leiknum sem fer fram í Birmingham eftir tvær vikur. „Þeir munu væntanlega hvíla einhverja leikmenn og líta á þennan leik sem létta æfingu. Ég hef því engar áhyggjur." „En úrslitin í dag eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að fá meira úr þessum leik og vorum jafnvel að gæla við að fá jafntefli eða að tapa með einu marki. Þá hefði kannski verið smá pressa á þeim í síðari leiknum." Heimir sagði að það hefði fátt komið sér á óvart í liði Aston Villa, til að mynda sú staðreynd að Gareth Barry var í byrjunarliðinu í kvöld. „Hann (O'Neill) gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi í gær að Barry myndi koma við sögu í þessum leik og það var í raun ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir beittu mikið af löngum boltum og sóttu stíft á hægri hluta varnarinnar. Við lentum í tómum vandræðum með það einfaldlega vegna þess að leikmenn voru ekki nógu duglegir að hjálpa hvorum öðrum." „En það jákvæða við leikinn er að hann fer á reynslubankann hjá ungu leikmönnunum. Við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel, sem að mínu mati var yfirburðamaður í okkar liði ásamt Dennis Siim." Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. „Það er of mikið að fá tvö mörk á okkur á sex mínútum. Ég veit ekki hvort það má skrifa þetta á einbeitingarleysi eða að leikmenn báru of mikla virðingu fyrir þeim sem var algjör óþarfi." „Þegar maður lendir 2-0 undir á heimavelli gegn svona góðu liði er við ramman reip að draga. En við reyndum og sýndum á köflum að við erum með frábært sóknarlið." „Við eigum engan möguleika í seinni leiknum. Það er ljóst. Við munum nú einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Grindavík." Heimir óttast þó ekki að FH muni fá rassskellingu í síðari leiknum sem fer fram í Birmingham eftir tvær vikur. „Þeir munu væntanlega hvíla einhverja leikmenn og líta á þennan leik sem létta æfingu. Ég hef því engar áhyggjur." „En úrslitin í dag eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að fá meira úr þessum leik og vorum jafnvel að gæla við að fá jafntefli eða að tapa með einu marki. Þá hefði kannski verið smá pressa á þeim í síðari leiknum." Heimir sagði að það hefði fátt komið sér á óvart í liði Aston Villa, til að mynda sú staðreynd að Gareth Barry var í byrjunarliðinu í kvöld. „Hann (O'Neill) gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi í gær að Barry myndi koma við sögu í þessum leik og það var í raun ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir beittu mikið af löngum boltum og sóttu stíft á hægri hluta varnarinnar. Við lentum í tómum vandræðum með það einfaldlega vegna þess að leikmenn voru ekki nógu duglegir að hjálpa hvorum öðrum." „En það jákvæða við leikinn er að hann fer á reynslubankann hjá ungu leikmönnunum. Við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel, sem að mínu mati var yfirburðamaður í okkar liði ásamt Dennis Siim."
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52