Segir aðbúnað á geðdeild óviðunandi 18. apríl 2008 14:45 Árni Tryggvason „Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans. Árni ritaði lítið greinarkorn í Morgunblaðið í dag til þess að vekja athygli á málinu. Hann dvaldi sjálfur nýverið á deild 32C til þess að ná tökum á þunglyndi sem lagðist á hann í lok janúar. Þrátt fyrir að hafa áður barist við og sigrast á þunglyndi sem hrjáði hann í næstum 30 ár hafði Árni aldrei lagst inn á geðdeild fyrr en á þessu ári. Hann segir það því hafa komið sér á óvart hversu slakur aðbúnaðurinn hafi þar verið. Eitt af því sem Árni bendir á er að sjúklingar þurfi að deila herbergjum. Það geti verið erfitt fyrir menn sem séu að reyna að jafna sig á erfiðum veikindum. „Sá sem ég deildi herbergi með var ágætis maður. Það var ekki það. En hann fékk oft miklar martraðir og vaknaði upp á næturnar með miklum hávaða. Þetta þótti mér erfitt þar sem ég þurfti fyrst og fremst á mikilli hvíld að halda,“ segir Árni. Þá bendir hann einnig á að hús geðdeildarinnar sé í slæmu ásigkomulagi og illa við haldið. Hann ítrekar að starfsfólk geðsviðs hafi reynst sér vel og gagnrýni hans sé eingöngu beint að aðstöðu og aðbúnaði. „Þessi aðbúnaður er ekki sæmandi fólki sem ræður hvorki hugsunum sínum né gjörðum. Og hann er ekki heldur sæmandi þeim sem þarna starfa. Þetta er ekki þeim að kenna. Heldur fólkinu sem á að sjá um að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Árni. Árni skrásetti með aðstoð Ingólfs Margeirssonar áratuga baráttu sína við þunglyndi. Honum leiðist sá þagnarmúr sem reistur er um sjúkdóminn og hvetur til opinskárrar umræðu. „Það er svo mikill sægur af fólki sem þjáist af þunglyndi en leynir því. Sem það má ekki gera.“ Geðheilbrigði Leikhús Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans. Árni ritaði lítið greinarkorn í Morgunblaðið í dag til þess að vekja athygli á málinu. Hann dvaldi sjálfur nýverið á deild 32C til þess að ná tökum á þunglyndi sem lagðist á hann í lok janúar. Þrátt fyrir að hafa áður barist við og sigrast á þunglyndi sem hrjáði hann í næstum 30 ár hafði Árni aldrei lagst inn á geðdeild fyrr en á þessu ári. Hann segir það því hafa komið sér á óvart hversu slakur aðbúnaðurinn hafi þar verið. Eitt af því sem Árni bendir á er að sjúklingar þurfi að deila herbergjum. Það geti verið erfitt fyrir menn sem séu að reyna að jafna sig á erfiðum veikindum. „Sá sem ég deildi herbergi með var ágætis maður. Það var ekki það. En hann fékk oft miklar martraðir og vaknaði upp á næturnar með miklum hávaða. Þetta þótti mér erfitt þar sem ég þurfti fyrst og fremst á mikilli hvíld að halda,“ segir Árni. Þá bendir hann einnig á að hús geðdeildarinnar sé í slæmu ásigkomulagi og illa við haldið. Hann ítrekar að starfsfólk geðsviðs hafi reynst sér vel og gagnrýni hans sé eingöngu beint að aðstöðu og aðbúnaði. „Þessi aðbúnaður er ekki sæmandi fólki sem ræður hvorki hugsunum sínum né gjörðum. Og hann er ekki heldur sæmandi þeim sem þarna starfa. Þetta er ekki þeim að kenna. Heldur fólkinu sem á að sjá um að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Árni. Árni skrásetti með aðstoð Ingólfs Margeirssonar áratuga baráttu sína við þunglyndi. Honum leiðist sá þagnarmúr sem reistur er um sjúkdóminn og hvetur til opinskárrar umræðu. „Það er svo mikill sægur af fólki sem þjáist af þunglyndi en leynir því. Sem það má ekki gera.“
Geðheilbrigði Leikhús Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira