Stýrivaxtalækkun tikkar inn í Evrópu 9. október 2008 09:30 Mynd/AFP Talsverð hækkun er á flestum hlutabréfamörkuðum í dag. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af óvæntri stýrivaxtalækkun seðlabanka víða um heim til að sporna við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hugsanlegt samdráttarskeið beggja vegna Atlantsála. Seðlabankar Bandaríkjanna, evrulandanna, Englands, Sviss, Kanada og Svíþjóðar lækkuðu stýrivexti um 0,5 prósent í gær auk þess sem evrópsku seðlabankarnir dældu milljörðum dala inn á fjármálamarkaði til að hleypa lífi í millibankamarkaðinn. Þá eiga björgunaraðgerðir breskra stjórnvalda stóran hlut að máli, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú hækkað um 3,3 prósent,, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 3,12 prósent. Talsverð hækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum. Vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 2,9 prósent, sú í Stokkhólmi í Svíþjóð um 3,3 prósent, í Finnlandi um 4 prósent og í Noregi um 5,11 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talsverð hækkun er á flestum hlutabréfamörkuðum í dag. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af óvæntri stýrivaxtalækkun seðlabanka víða um heim til að sporna við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hugsanlegt samdráttarskeið beggja vegna Atlantsála. Seðlabankar Bandaríkjanna, evrulandanna, Englands, Sviss, Kanada og Svíþjóðar lækkuðu stýrivexti um 0,5 prósent í gær auk þess sem evrópsku seðlabankarnir dældu milljörðum dala inn á fjármálamarkaði til að hleypa lífi í millibankamarkaðinn. Þá eiga björgunaraðgerðir breskra stjórnvalda stóran hlut að máli, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú hækkað um 3,3 prósent,, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 3,12 prósent. Talsverð hækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum. Vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 2,9 prósent, sú í Stokkhólmi í Svíþjóð um 3,3 prósent, í Finnlandi um 4 prósent og í Noregi um 5,11 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira