Talsverð hækkun á Wall Street 5. júní 2008 20:16 Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir jákvæðar fréttir af vinnumarkaði og úr smásölugeiranum. Samkvæmt tölum sem bandaríska vinnumálastofnunin birti í dag dró úr atvinnuleysi á milli vikna í síðustu viku. Þetta er önnur niðurstaða en almennt var búist við. Bráðabirgðatölur benda til að rétt um þrjár milljónir manna hafi sótt um atvinnuleysisbætur í síðasta mánuði en þeir hafa ekki verið fleiri í fjögur ár. Endanlegar tölur um atvinnuleysi vestanhafs í síðasta mánuði verða birtar á morgun. Þá jókst velta í smásöluverslun meira en reiknað hafði verið með. Mest er aukningin hjá lágvöruverslunum á borð við Wal-Mart og Costco. Hlut að máli eiga ávísanir sem bandaríkjastjórn er að senda 130 milljónum manna um þessar mundir. Heildarupphæðin hljóðar upp á 168 milljarða dala, jafnvirði rúmra 13 þúsund milljarða íslenskra króna, en tilgangur ávísananna að hleypa lífi í einkaneyslu og draga með því móti úr líkum á samdrætti í efnahagslífinu. Þessari fréttir urðu til þess að efla trú fjárfesta á styrk bandarísks hagkerfis og hófu þeir að fjárfesta í hlutabréfum á nýjan leik. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,73 prósent og Nasdaq-vísitalan rauk upp um 1,87 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir jákvæðar fréttir af vinnumarkaði og úr smásölugeiranum. Samkvæmt tölum sem bandaríska vinnumálastofnunin birti í dag dró úr atvinnuleysi á milli vikna í síðustu viku. Þetta er önnur niðurstaða en almennt var búist við. Bráðabirgðatölur benda til að rétt um þrjár milljónir manna hafi sótt um atvinnuleysisbætur í síðasta mánuði en þeir hafa ekki verið fleiri í fjögur ár. Endanlegar tölur um atvinnuleysi vestanhafs í síðasta mánuði verða birtar á morgun. Þá jókst velta í smásöluverslun meira en reiknað hafði verið með. Mest er aukningin hjá lágvöruverslunum á borð við Wal-Mart og Costco. Hlut að máli eiga ávísanir sem bandaríkjastjórn er að senda 130 milljónum manna um þessar mundir. Heildarupphæðin hljóðar upp á 168 milljarða dala, jafnvirði rúmra 13 þúsund milljarða íslenskra króna, en tilgangur ávísananna að hleypa lífi í einkaneyslu og draga með því móti úr líkum á samdrætti í efnahagslífinu. Þessari fréttir urðu til þess að efla trú fjárfesta á styrk bandarísks hagkerfis og hófu þeir að fjárfesta í hlutabréfum á nýjan leik. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,73 prósent og Nasdaq-vísitalan rauk upp um 1,87 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira