Talsverð hækkun á Wall Street 5. júní 2008 20:16 Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir jákvæðar fréttir af vinnumarkaði og úr smásölugeiranum. Samkvæmt tölum sem bandaríska vinnumálastofnunin birti í dag dró úr atvinnuleysi á milli vikna í síðustu viku. Þetta er önnur niðurstaða en almennt var búist við. Bráðabirgðatölur benda til að rétt um þrjár milljónir manna hafi sótt um atvinnuleysisbætur í síðasta mánuði en þeir hafa ekki verið fleiri í fjögur ár. Endanlegar tölur um atvinnuleysi vestanhafs í síðasta mánuði verða birtar á morgun. Þá jókst velta í smásöluverslun meira en reiknað hafði verið með. Mest er aukningin hjá lágvöruverslunum á borð við Wal-Mart og Costco. Hlut að máli eiga ávísanir sem bandaríkjastjórn er að senda 130 milljónum manna um þessar mundir. Heildarupphæðin hljóðar upp á 168 milljarða dala, jafnvirði rúmra 13 þúsund milljarða íslenskra króna, en tilgangur ávísananna að hleypa lífi í einkaneyslu og draga með því móti úr líkum á samdrætti í efnahagslífinu. Þessari fréttir urðu til þess að efla trú fjárfesta á styrk bandarísks hagkerfis og hófu þeir að fjárfesta í hlutabréfum á nýjan leik. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,73 prósent og Nasdaq-vísitalan rauk upp um 1,87 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir jákvæðar fréttir af vinnumarkaði og úr smásölugeiranum. Samkvæmt tölum sem bandaríska vinnumálastofnunin birti í dag dró úr atvinnuleysi á milli vikna í síðustu viku. Þetta er önnur niðurstaða en almennt var búist við. Bráðabirgðatölur benda til að rétt um þrjár milljónir manna hafi sótt um atvinnuleysisbætur í síðasta mánuði en þeir hafa ekki verið fleiri í fjögur ár. Endanlegar tölur um atvinnuleysi vestanhafs í síðasta mánuði verða birtar á morgun. Þá jókst velta í smásöluverslun meira en reiknað hafði verið með. Mest er aukningin hjá lágvöruverslunum á borð við Wal-Mart og Costco. Hlut að máli eiga ávísanir sem bandaríkjastjórn er að senda 130 milljónum manna um þessar mundir. Heildarupphæðin hljóðar upp á 168 milljarða dala, jafnvirði rúmra 13 þúsund milljarða íslenskra króna, en tilgangur ávísananna að hleypa lífi í einkaneyslu og draga með því móti úr líkum á samdrætti í efnahagslífinu. Þessari fréttir urðu til þess að efla trú fjárfesta á styrk bandarísks hagkerfis og hófu þeir að fjárfesta í hlutabréfum á nýjan leik. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,73 prósent og Nasdaq-vísitalan rauk upp um 1,87 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira