NBA í nótt: Phoenix og Dallas úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2008 09:42 Shaquille O'Neal gengur heldur niðurlútur af velli. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt. San Antonio vann Phoenix í nótt og New Orleans vann Dallas en báðum rimmunum lauk með 4-1 sigri. Þá vann Detroit sigur á Philadelphia og Houston fór létt með Utah. Þetta eru án efa mikil vonbrigði fyrir bæði þessi lið þar sem þau ákváðu seint á tímabilinu að fá til sín stjörnuleikmenn sem eru þó báðir komnir til ára sinna. Phoenix fékk Shaquille O'Neal og Dallas fékk Jason Kidd. San Antonio vann Phoenix, 92-87, en staðan var jöfn, 85-85, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. San Antonio reyndist sterkara á lokasprettinum. Phoenix tapaði boltanum einu sinni og klikkaði á tveimur þriggja stiga tilraunum á meðan að San Antonio sigldi fram úr með því að setja niður vítaköst. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en Phoenix átti góðan þriðja leikhluta og kom sér í forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Tony Parker var með 31 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 29 auk þess sem hann tók sautján fráköst. Boris Diaw var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig en fjórir aðrir leikmenn Phoenix skoruðu meira en tíu stig. San Antonio mætir nú New Orleans í næstu umferð en síðarnefnda liðið verður með heimavallarréttinn í þeirri rimmu. New Orleans vann Dallas, 99-94, eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-39. Dallas náði sér hins vegar mun betur á strik í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í þrjú stig þegar aðeins 33 sekúndur voru til leiksloka. Peja Stojakovic var hins vegar öryggið uppmálað á vítalínunni er fimm sekúndur voru eftir og setti niður bæði vítaköstin og tryggði þar með fimm stiga sigur. Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiksins en Jerry Stackhouse var vísað af vellinum þegar skammt var til leiksloka fyrir sína aðra tæknivillu í leiknum. Hann sló boltann úr höndum Chris Paul og reifst svo við David West í kjölfarið. Paul átti enn einn stórleikinn og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 24 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók ellefu fráköst. West skoraði 25 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Dirk Nowitski með 22 stig og þrettán fráköst. Houston vann Utah, 95-69, og minnkaði þar með muninn í rimmunni í 3-2. Utah getur þó enn klárað rimmuna á heimavelli á föstudagskvöldið. Utah er með sterkasta heimavöllinn í deildinni í ár en Houston virðist þó hafa ágætis tök á Utah í Salt Lake City. Liðið var fyrst til að vinna Utah þar í vetur og vann þriðja leikinn í rimmunni þar einnig. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Tracy McGrady var stigahæstur með 29 stig, Luis Scola bætti við átján stigum auk þess sem hann tók tólf fráköst. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með nítján stig og tíu fráköst. Deron Williams skoraði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar. Detroit vann Philadelphia, 98-81, og tók þar með forystuna í fyrsta skipti rimmunni, 3-2. Detroit getur klárað rimmuna í Philadelphia á fimmtudagskvöldið. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Detroit, Richard Hamilton 20 og Rasheed Wallace nítján. Stigahæstur hjá Philadelphia var Andre Iguodala með 21 stig. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt. San Antonio vann Phoenix í nótt og New Orleans vann Dallas en báðum rimmunum lauk með 4-1 sigri. Þá vann Detroit sigur á Philadelphia og Houston fór létt með Utah. Þetta eru án efa mikil vonbrigði fyrir bæði þessi lið þar sem þau ákváðu seint á tímabilinu að fá til sín stjörnuleikmenn sem eru þó báðir komnir til ára sinna. Phoenix fékk Shaquille O'Neal og Dallas fékk Jason Kidd. San Antonio vann Phoenix, 92-87, en staðan var jöfn, 85-85, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. San Antonio reyndist sterkara á lokasprettinum. Phoenix tapaði boltanum einu sinni og klikkaði á tveimur þriggja stiga tilraunum á meðan að San Antonio sigldi fram úr með því að setja niður vítaköst. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en Phoenix átti góðan þriðja leikhluta og kom sér í forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Tony Parker var með 31 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 29 auk þess sem hann tók sautján fráköst. Boris Diaw var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig en fjórir aðrir leikmenn Phoenix skoruðu meira en tíu stig. San Antonio mætir nú New Orleans í næstu umferð en síðarnefnda liðið verður með heimavallarréttinn í þeirri rimmu. New Orleans vann Dallas, 99-94, eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-39. Dallas náði sér hins vegar mun betur á strik í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í þrjú stig þegar aðeins 33 sekúndur voru til leiksloka. Peja Stojakovic var hins vegar öryggið uppmálað á vítalínunni er fimm sekúndur voru eftir og setti niður bæði vítaköstin og tryggði þar með fimm stiga sigur. Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiksins en Jerry Stackhouse var vísað af vellinum þegar skammt var til leiksloka fyrir sína aðra tæknivillu í leiknum. Hann sló boltann úr höndum Chris Paul og reifst svo við David West í kjölfarið. Paul átti enn einn stórleikinn og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 24 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók ellefu fráköst. West skoraði 25 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Dirk Nowitski með 22 stig og þrettán fráköst. Houston vann Utah, 95-69, og minnkaði þar með muninn í rimmunni í 3-2. Utah getur þó enn klárað rimmuna á heimavelli á föstudagskvöldið. Utah er með sterkasta heimavöllinn í deildinni í ár en Houston virðist þó hafa ágætis tök á Utah í Salt Lake City. Liðið var fyrst til að vinna Utah þar í vetur og vann þriðja leikinn í rimmunni þar einnig. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Tracy McGrady var stigahæstur með 29 stig, Luis Scola bætti við átján stigum auk þess sem hann tók tólf fráköst. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með nítján stig og tíu fráköst. Deron Williams skoraði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar. Detroit vann Philadelphia, 98-81, og tók þar með forystuna í fyrsta skipti rimmunni, 3-2. Detroit getur klárað rimmuna í Philadelphia á fimmtudagskvöldið. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Detroit, Richard Hamilton 20 og Rasheed Wallace nítján. Stigahæstur hjá Philadelphia var Andre Iguodala með 21 stig.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira