NBA: Meistararnir 2-0 undir gegn New Orleans 6. maí 2008 09:44 Tyson Chandler og Chris Paul brosa sínu breiðasta, enda komnir í 2-0 gegn meisturunum NordcPhotos/GettyImages Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio. Lið New Orleans heldur áfram að koma á óvart og eftir jafnan fyrri hálfleik annars leiks liðsins gegn San Antonio í nótt, stakk liðið af í þriðja leikhlutanum sem það vann 36-18 og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur 102-84 fyrir New Orleans. Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar - og sýndi götuboltatilþrif hvað eftir annað þegar hann prjónaði sig í gegn um vörn meistaranna. Peja Stojakovic bætti við 25 stigum fyrir New Orleans, þar af fimm þristum. New Orleans er þar með fyrsta liðið síðan árið 2001 sem nær að komast í 2-0 forystu gegn San Antonio í seríu í úrslitaleppni, en það gerði síðast meistaralið LA Lakers á sínum tíma og vann reyndar einvígið 4-0. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 18 stig og 8 fráköst, Manu Ginobili skoraði 13 stig og Tony Parker aðeins 11. Næsti leikur fer fram í San Antonio á fimmtudagskvöldið, en þar er ljóst að heimamenn verða heldur betur að finna taktinn eftir tvo slaka leiki í New Orleans. Detroit komst í 2-0 gegn Orlando Detroit Pistons varði heimavöllinn sinn gegn Orlando og náði 2-0 forystu í einvígi liðanna í nótt með 100-93 sigri. Chauncey Billups skoraði 28 stig fyrir Detroit í sigrinum, en umdeild þriggja stiga karfa sem hann skoraði undir lok þriðja leikhluta olli miklum deilum vegna meintra mistaka á ritaraborði. Sigur Detroit var þó langt frá því að vera auðveldur og var það téður Billups sem tryggði heimamönnum endanlega sigurinn með tveimur vítaskotum þegar tæpar 11 sekúndur voru eftir af leiknum. Rasheed Wallace og Tayshaun Prince skoruðu 17 stig hvor fyrir Detroit. Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 22 stig og Rashard Lewis 20 stig. Leikur þrjú í seríunni er í Orlando á miðvikudagskvöldið. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio. Lið New Orleans heldur áfram að koma á óvart og eftir jafnan fyrri hálfleik annars leiks liðsins gegn San Antonio í nótt, stakk liðið af í þriðja leikhlutanum sem það vann 36-18 og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur 102-84 fyrir New Orleans. Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar - og sýndi götuboltatilþrif hvað eftir annað þegar hann prjónaði sig í gegn um vörn meistaranna. Peja Stojakovic bætti við 25 stigum fyrir New Orleans, þar af fimm þristum. New Orleans er þar með fyrsta liðið síðan árið 2001 sem nær að komast í 2-0 forystu gegn San Antonio í seríu í úrslitaleppni, en það gerði síðast meistaralið LA Lakers á sínum tíma og vann reyndar einvígið 4-0. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 18 stig og 8 fráköst, Manu Ginobili skoraði 13 stig og Tony Parker aðeins 11. Næsti leikur fer fram í San Antonio á fimmtudagskvöldið, en þar er ljóst að heimamenn verða heldur betur að finna taktinn eftir tvo slaka leiki í New Orleans. Detroit komst í 2-0 gegn Orlando Detroit Pistons varði heimavöllinn sinn gegn Orlando og náði 2-0 forystu í einvígi liðanna í nótt með 100-93 sigri. Chauncey Billups skoraði 28 stig fyrir Detroit í sigrinum, en umdeild þriggja stiga karfa sem hann skoraði undir lok þriðja leikhluta olli miklum deilum vegna meintra mistaka á ritaraborði. Sigur Detroit var þó langt frá því að vera auðveldur og var það téður Billups sem tryggði heimamönnum endanlega sigurinn með tveimur vítaskotum þegar tæpar 11 sekúndur voru eftir af leiknum. Rasheed Wallace og Tayshaun Prince skoruðu 17 stig hvor fyrir Detroit. Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 22 stig og Rashard Lewis 20 stig. Leikur þrjú í seríunni er í Orlando á miðvikudagskvöldið.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira