Ómar Örn Jónsson mun stýra kvennaliði Fylkis í handbolta fram að áramótum en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Aðalsteinn Eyjólfsson lét af störfum í dag en hann er að fara að taka við karlaliði Kassel í Þýskalandi.
Ómar hefur verið aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Fylkis en samkvæmt mbl.is hafði hann ekki áhuga á því að taka við liðinu til frambúðar. Stjórn Fylkis mun því halda áfram í þjálfaraleit sinni.
Fylkir situr í botnsæti N1-deildar kvenna, án stiga eftir átta leiki.