Fyrirtæki horfa til hjáleiðar með krónur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 12. nóvember 2008 00:01 Binni í Vinnslustöðinni. Tveir stjórnendur útflutningsfyrirtækja í sjávarútvegi segja of áhættusamt að fara fram hjá Seðlabankanum í viðskiptum við útlönd. Það borgi sig að bíða eftir erlendu fé heldur en eiga á hættu að tapa því öllu. Mynd/Hari „Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó aðeins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. Ólafur sagði í samtali við Markaðinn fyrir mánuði fyrirtækið ekki hafa fengið gjaldeyri í tíu daga, allt vera stopp og menn horfa í gaupnir sér. „Nú höfum við fengið 14.544 evrur síðustu fimm vikur, en áttum að fá helling í viðbót,“ sagði hann í gær. Upphæðin sem beðið var eftir í tíu daga hafi reynst liggja í Seðlabankanum allan tímann.Þrátt fyrir þetta segir hann ekki koma til greina að virkja aðrar leiðir til útlandaviðskipta, svo sem með viðskiptum til hliðar við Seðlabankann eða með því að geyma gjaldeyri erlendis þar til hremmingarnar líði hjá á íslenskum gjaldeyrismarkaði. „Ég kem ekki nálægt því. Okkur veitir ekki af því að fá gjaldeyri strax inn í landið til að styrkja kerfið og borga laun.“ Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að fyrirtæki í útflutningi hafi í nokkrum mæli nýtt sér hjáleiðir fram hjá Seðlabankanum í erlendum viðskiptum sínum til að komast hjá þeirri tregðu sem skapaðist á íslenskum gjaldeyrismörkuðum eftir ríkisvæðingu bankanna.Hjáleiðin felur í sér að útflutningsfyrirtækið semur við íslenskt fjármálafyrirtæki um stofnun yfirdráttareiknings í erlendum banka, jafnvel samstarfsbanka eða dótturfélagi hans á erlendri grund. Fjármálafyrirtækið tekur síðan veð í eign útflutningsfyrirtækisins erlendis. Þegar sala gengur í gegn dregur fjármálafyrirtækið á yfirdráttarheimildina en greiðir fyrirtækinu upphæðina fyrir eigin reikning hér heima. Andvirði sölu eigna útflutningsfyrirtækisins gengur síðan upp í yfirdráttinn og strikast við það út. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er hagnaður fjármálafyrirtækisins óverulegur.Á móti felst talsverð áhætta í gjörningnum, ekki síst í skugga hruns og taugatitrings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Óvíst sé hvort verið sé að leggja háar fjárhæðir inn á reikninga nær gjaldþrota fyrirtækis. Fari fjármálafyrirtækið sem geymi innleggið á hausinn tapist fjárhæðin.„Við höfum skoðað þetta en treystum ekki þeim leiðum sem eru í boði, þetta er of áhættusamt,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Markaðir Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
„Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó aðeins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. Ólafur sagði í samtali við Markaðinn fyrir mánuði fyrirtækið ekki hafa fengið gjaldeyri í tíu daga, allt vera stopp og menn horfa í gaupnir sér. „Nú höfum við fengið 14.544 evrur síðustu fimm vikur, en áttum að fá helling í viðbót,“ sagði hann í gær. Upphæðin sem beðið var eftir í tíu daga hafi reynst liggja í Seðlabankanum allan tímann.Þrátt fyrir þetta segir hann ekki koma til greina að virkja aðrar leiðir til útlandaviðskipta, svo sem með viðskiptum til hliðar við Seðlabankann eða með því að geyma gjaldeyri erlendis þar til hremmingarnar líði hjá á íslenskum gjaldeyrismarkaði. „Ég kem ekki nálægt því. Okkur veitir ekki af því að fá gjaldeyri strax inn í landið til að styrkja kerfið og borga laun.“ Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að fyrirtæki í útflutningi hafi í nokkrum mæli nýtt sér hjáleiðir fram hjá Seðlabankanum í erlendum viðskiptum sínum til að komast hjá þeirri tregðu sem skapaðist á íslenskum gjaldeyrismörkuðum eftir ríkisvæðingu bankanna.Hjáleiðin felur í sér að útflutningsfyrirtækið semur við íslenskt fjármálafyrirtæki um stofnun yfirdráttareiknings í erlendum banka, jafnvel samstarfsbanka eða dótturfélagi hans á erlendri grund. Fjármálafyrirtækið tekur síðan veð í eign útflutningsfyrirtækisins erlendis. Þegar sala gengur í gegn dregur fjármálafyrirtækið á yfirdráttarheimildina en greiðir fyrirtækinu upphæðina fyrir eigin reikning hér heima. Andvirði sölu eigna útflutningsfyrirtækisins gengur síðan upp í yfirdráttinn og strikast við það út. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er hagnaður fjármálafyrirtækisins óverulegur.Á móti felst talsverð áhætta í gjörningnum, ekki síst í skugga hruns og taugatitrings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Óvíst sé hvort verið sé að leggja háar fjárhæðir inn á reikninga nær gjaldþrota fyrirtækis. Fari fjármálafyrirtækið sem geymi innleggið á hausinn tapist fjárhæðin.„Við höfum skoðað þetta en treystum ekki þeim leiðum sem eru í boði, þetta er of áhættusamt,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira