Hækkun á flestum mörkuðum 20. ágúst 2008 08:54 Miðlarar að störfum í þýsku kauphöllinni í Frankfurt. Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,14 prósent í gær og Nasdaq-vístialan um 1,35 prósent eftir tölur um mikla hækkun á framleiðsluverði, talsvert yfir væntingar, voru birtar í gær. Tölurnar bentu til að verðbólga væri að aukast umfram það sem spáð var og gæti svo farið að bandaríski seðlabankinn yrði að hækka stýrivexti á árinu þvert á fyrri spár. Þetta var annar dagurinn í röð sem hlutabréf lækkuðu mikið vestanhafs en á mánudag keyrði grein bandarísku viðskiptavikuritsins Barron's um hugsanlegt þrot bandarísks fjármálafyrirtækis markaðinn niður. Við það féll markaðsverðmæti bandarísku húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac um rúman fjórðung og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í um tuttugu ár. Fréttirnir smituðu frá sér út á alþjóðlega fjármálamarkaði í gær og lækkaði gengi hlutabréfa víða um heim, þar á meðal hér en Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent. Slæm verðbólgutíðindi vestanhafs í gær virðast hins vegar ekki hafa haft svipuð áhrif út fyrir landssteina. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði engu að síður um 0,1 prósent. Talsverð hækkun varð hins vegar á öðrum asískum mörkuðum en Hang Seng-hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp tvö prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í London hækkað um 0,69 prósent það sem af er dags en aðalvísitölur í Þýskalandi og Frakklandi nokkru minna. Svipuðu máli gegnir um norrænar vísitölur en samnorræna hlutabréfavísitala Nasdaq-OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,53 prósent. Mest er hækkunin í Noregi, eða 0,65 prósent en minnst í Svíþjóð upp á 0,47 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,14 prósent í gær og Nasdaq-vístialan um 1,35 prósent eftir tölur um mikla hækkun á framleiðsluverði, talsvert yfir væntingar, voru birtar í gær. Tölurnar bentu til að verðbólga væri að aukast umfram það sem spáð var og gæti svo farið að bandaríski seðlabankinn yrði að hækka stýrivexti á árinu þvert á fyrri spár. Þetta var annar dagurinn í röð sem hlutabréf lækkuðu mikið vestanhafs en á mánudag keyrði grein bandarísku viðskiptavikuritsins Barron's um hugsanlegt þrot bandarísks fjármálafyrirtækis markaðinn niður. Við það féll markaðsverðmæti bandarísku húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac um rúman fjórðung og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í um tuttugu ár. Fréttirnir smituðu frá sér út á alþjóðlega fjármálamarkaði í gær og lækkaði gengi hlutabréfa víða um heim, þar á meðal hér en Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent. Slæm verðbólgutíðindi vestanhafs í gær virðast hins vegar ekki hafa haft svipuð áhrif út fyrir landssteina. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði engu að síður um 0,1 prósent. Talsverð hækkun varð hins vegar á öðrum asískum mörkuðum en Hang Seng-hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp tvö prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í London hækkað um 0,69 prósent það sem af er dags en aðalvísitölur í Þýskalandi og Frakklandi nokkru minna. Svipuðu máli gegnir um norrænar vísitölur en samnorræna hlutabréfavísitala Nasdaq-OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,53 prósent. Mest er hækkunin í Noregi, eða 0,65 prósent en minnst í Svíþjóð upp á 0,47 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira