Óvíst hvenær aðvörunarskilti koma upp í Reynisfjöru Nanna Hlín skrifar 25. ágúst 2008 12:51 Frá Reynisfjöru. Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni. Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru síðastliðinn föstudag þegar þeir óðu út í sjó til að reyna að bjarga hval sem hafði rekið á land. „Það á eftir að útfæra framkvæmdina að þessu og tala við landeigendur," segir Sveinn. „ Sveitafélagið sem og aðilar úr ferðageiranum, ferðamálastofa og slysavarnarfélagið hafa lýst sig viljuga til þess að taka á málinu í sameiningu." Sveinn segir framkvæmdina flóknari en við fyrstu sýn „ Það þarf að ákveða hvað standi á skiltinu og hvar það eigi að vera. Við viljum ekki bara setja upp varnarskilti heldur er verið að vinna með þá hugmynd að setja upp almennt upplýsingaskilti um náttúrufar á svæðinu og á því verður svo aðvörun," segir Sveinn en nú eru engin upplýsingaskilti að finna við Reynisfjöru. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini eru landeigendur að Reynisfjöru fjölmargir jafnvel þótt ekki sé um stórt svæði að ræða. Ekki er hægt að setja upp skilti án þeirra samþykkis en verið er að undirbúa fund með þeim. „Það er ekki þannig að ég geti keyrt út í sveit og sest inn í eldhús hjá þeim og leyst málin heldur er um marga aðila að ræða sem þarf að funda með," segir Sveinn. Sveinn segir Reynisfjöru vera vinsælan ferðamannastað og vindsældir fjörunnar hafi aukist í samræmi við aukinn ferðamannastraum til landsins. Ferðamenn leggja leið sína þangað allan ársins hring þó mesta umferðin sé á sumrin. „ Þetta er í kortinu hjá útlendingum, þeir hafa ströndina í hávegum. Vegurinn í Reynisfjöru er einnig greiður og betri en til dæmis út í Dyrhóley sem er einnig vinsæll ferðamannastaður." Oftast er um erlenda ferðamenn að ræða sem gera sér ekki grein fyrir hættunni í Reynisfjöru að sögn Sveins. Hann bendir á að aðstæður séu mjög misjafnar þar, vegna breytileika fjörunnar sé mishættulegt að vera þar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni. Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru síðastliðinn föstudag þegar þeir óðu út í sjó til að reyna að bjarga hval sem hafði rekið á land. „Það á eftir að útfæra framkvæmdina að þessu og tala við landeigendur," segir Sveinn. „ Sveitafélagið sem og aðilar úr ferðageiranum, ferðamálastofa og slysavarnarfélagið hafa lýst sig viljuga til þess að taka á málinu í sameiningu." Sveinn segir framkvæmdina flóknari en við fyrstu sýn „ Það þarf að ákveða hvað standi á skiltinu og hvar það eigi að vera. Við viljum ekki bara setja upp varnarskilti heldur er verið að vinna með þá hugmynd að setja upp almennt upplýsingaskilti um náttúrufar á svæðinu og á því verður svo aðvörun," segir Sveinn en nú eru engin upplýsingaskilti að finna við Reynisfjöru. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini eru landeigendur að Reynisfjöru fjölmargir jafnvel þótt ekki sé um stórt svæði að ræða. Ekki er hægt að setja upp skilti án þeirra samþykkis en verið er að undirbúa fund með þeim. „Það er ekki þannig að ég geti keyrt út í sveit og sest inn í eldhús hjá þeim og leyst málin heldur er um marga aðila að ræða sem þarf að funda með," segir Sveinn. Sveinn segir Reynisfjöru vera vinsælan ferðamannastað og vindsældir fjörunnar hafi aukist í samræmi við aukinn ferðamannastraum til landsins. Ferðamenn leggja leið sína þangað allan ársins hring þó mesta umferðin sé á sumrin. „ Þetta er í kortinu hjá útlendingum, þeir hafa ströndina í hávegum. Vegurinn í Reynisfjöru er einnig greiður og betri en til dæmis út í Dyrhóley sem er einnig vinsæll ferðamannastaður." Oftast er um erlenda ferðamenn að ræða sem gera sér ekki grein fyrir hættunni í Reynisfjöru að sögn Sveins. Hann bendir á að aðstæður séu mjög misjafnar þar, vegna breytileika fjörunnar sé mishættulegt að vera þar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira