Átta marka sigur Íslands Elvar Geir Magnússon skrifar 19. júlí 2008 15:42 Snorri Steinn skýtur að marki. Íslenska handboltalandsliðið vann átta marka sigur á Spáni 35-27 í Vodafone-höllinni í dag. Liðið byrjaði illa en komst í gírinn um miðjan fyrri hálfleik og hafði eins marks forystu í leikhléi. Í seinni hálfleik var sigur Íslands aldrei í hættu. Alexander Petersson skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Ísland - Spánn 35-27 Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1. _________ 17:40 Leik er lokið. Glæsilegur sigur íslenska liðsins og þeir kveðja klakann með stæl. 35.27. 17:37 Leikurinn er að fjara út og sigur Íslands er í höfn. Þess má geta að dómarar leiksins eru þýsku Methe bræðurnir og hafa þeir staðið sig með stakri prýði. 17:32 Minnum á að markaskorarar eru uppfærðir neðst á síðunni. 17:27 Tíu mínútur til leiksloka og íslenska liðið með sjö marka forystu. 17:24 Alexander Petersson, vélmennið, var að skora sitt áttunda mark. 17:20 Sex marka munur sem stendur 27-21. Íslenska liðið með öll tök. 17:19 Allt gengur upp hjá íslenska liðinu þessa stundina! Alexander Petersson er kominn með sjö mörk.17:14 Logi Geirsson hefur verið heitur hér í seinni hálfleik og er kominn með fjögur mörk. Björgvin Páll Gustavsson er kominn í markið en Hreiðar Guðmundsson varði tíu skot í dag. 17:11 Alexander Petersson er orðinn markahæstur í íslensku liðinu. Hann var að skora sitt gjórða mark og koma Íslandi í 20-19. Spánverjar jöfnuðu svo úr víti. 17:05 Logi Geirsson skorar tvö mörk í röð og kemur Íslandi í 18-16. Hans fyrstu mörk í leiknum. 17:04 Arnór Atlason tekur ekki meiri þátt í þessum leik. Hann haltraði af velli rétt áðan. 17:02 Seinni hálfleikur er hafinn. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Ólafur Stefánsson 3, Alexander Petersson 3, Bjarni Fritzson 2, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. 16:49 Það er kominn hálfleikur og íslenska liðið leiðir með einu marki 16-15. Spánverjar byrjuðu mun betur og náði góðri forystu. Svo hrökk íslenska liðið skyndilega í gang og skoraði átta mörk í röð. Magnað. 16:43 Íslenska liðið skoraði átta mörk í röð! Ótrúleg umskipting. 16:41 Eftir slaka byrjun hefur heldur betur lifnað yfir leik íslenska liðsins. Minnum á að haldið er utan um markaskorar hér neðst. Alexander að jafna með tveimur mörkum í röð! 16:38 Arnór Atlason að koma sterkur inn og kominn með tvö mörk í röð. Þriggja marka munur. 16:35 Leikur íslenska liðsins að sem af er hefur ekki staðið undir væntingum. 22 mínútur eru liðnar staðan 9-14. 16:30 Sóknarleikur Íslands hefur gengið virkilega erfiðlega og Spánverjar ráða ferðinni. Staðan 7-13. 16:24 Ólafur Stefánsson er markahæstur í íslenska liðinu með þrjú mörk. Hreiðar í markinu er kominn með fimm skot varin. 16:22 Gaman að því að stuðningsmenn Keflavíkur og Vals hafa sameinast á áhorfendapöllunum. Þeir voru að styðja sín lið í Landsbankadeildinni áðan en eru nú komnir inn og halda uppi stuðinu saman. Áfram Ísland. 16:20 Spánverjar hafa náð tökunum og eru komnir í vænlega stöðu. 16:17 Það er jafnt á öllum tölum hér og liðin bara skiptast bróðurlega á að skora. Róbert Gunnarsson var að koma sér á blað með því að skora í tómt markið. Markvörður Spánar fór í skógarhlaup. 16:13 Sigfús Sigurðsson kom Íslandi í 2-1. Bendi á að haldið er utan um markaskorara Íslands hér neðst undir textalýsingunni. Spánn jafnaði í 2-2. 16:11 Spánverjar skoruðu fyrsta mark leiksins og fengu síðan vítakast. En Hreiðar Guðmundsson sem byrjar í markinu varði það. Ólafur Stefánsson jafnaði í 1-1. 16:08 Nú er leikurinn loks farinn af stað. 16:03 Leikurinn er enn ekki hafinn en verið er að veita Guðjón Val Sigurðssyni blómvönd þar sem hann er að leika sinn 200. landsleik. Svo eru það þjóðsöngvarnir góðu.16:00 Verið er að kynna liðin til leiks undir magnaðri transtónlist. Fyrri vináttulandsleikur þessara liða fór fram í gær og þar unnu Spánverjar 35-34. _________ Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1. Olís-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann átta marka sigur á Spáni 35-27 í Vodafone-höllinni í dag. Liðið byrjaði illa en komst í gírinn um miðjan fyrri hálfleik og hafði eins marks forystu í leikhléi. Í seinni hálfleik var sigur Íslands aldrei í hættu. Alexander Petersson skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Ísland - Spánn 35-27 Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1. _________ 17:40 Leik er lokið. Glæsilegur sigur íslenska liðsins og þeir kveðja klakann með stæl. 35.27. 17:37 Leikurinn er að fjara út og sigur Íslands er í höfn. Þess má geta að dómarar leiksins eru þýsku Methe bræðurnir og hafa þeir staðið sig með stakri prýði. 17:32 Minnum á að markaskorarar eru uppfærðir neðst á síðunni. 17:27 Tíu mínútur til leiksloka og íslenska liðið með sjö marka forystu. 17:24 Alexander Petersson, vélmennið, var að skora sitt áttunda mark. 17:20 Sex marka munur sem stendur 27-21. Íslenska liðið með öll tök. 17:19 Allt gengur upp hjá íslenska liðinu þessa stundina! Alexander Petersson er kominn með sjö mörk.17:14 Logi Geirsson hefur verið heitur hér í seinni hálfleik og er kominn með fjögur mörk. Björgvin Páll Gustavsson er kominn í markið en Hreiðar Guðmundsson varði tíu skot í dag. 17:11 Alexander Petersson er orðinn markahæstur í íslensku liðinu. Hann var að skora sitt gjórða mark og koma Íslandi í 20-19. Spánverjar jöfnuðu svo úr víti. 17:05 Logi Geirsson skorar tvö mörk í röð og kemur Íslandi í 18-16. Hans fyrstu mörk í leiknum. 17:04 Arnór Atlason tekur ekki meiri þátt í þessum leik. Hann haltraði af velli rétt áðan. 17:02 Seinni hálfleikur er hafinn. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Ólafur Stefánsson 3, Alexander Petersson 3, Bjarni Fritzson 2, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. 16:49 Það er kominn hálfleikur og íslenska liðið leiðir með einu marki 16-15. Spánverjar byrjuðu mun betur og náði góðri forystu. Svo hrökk íslenska liðið skyndilega í gang og skoraði átta mörk í röð. Magnað. 16:43 Íslenska liðið skoraði átta mörk í röð! Ótrúleg umskipting. 16:41 Eftir slaka byrjun hefur heldur betur lifnað yfir leik íslenska liðsins. Minnum á að haldið er utan um markaskorar hér neðst. Alexander að jafna með tveimur mörkum í röð! 16:38 Arnór Atlason að koma sterkur inn og kominn með tvö mörk í röð. Þriggja marka munur. 16:35 Leikur íslenska liðsins að sem af er hefur ekki staðið undir væntingum. 22 mínútur eru liðnar staðan 9-14. 16:30 Sóknarleikur Íslands hefur gengið virkilega erfiðlega og Spánverjar ráða ferðinni. Staðan 7-13. 16:24 Ólafur Stefánsson er markahæstur í íslenska liðinu með þrjú mörk. Hreiðar í markinu er kominn með fimm skot varin. 16:22 Gaman að því að stuðningsmenn Keflavíkur og Vals hafa sameinast á áhorfendapöllunum. Þeir voru að styðja sín lið í Landsbankadeildinni áðan en eru nú komnir inn og halda uppi stuðinu saman. Áfram Ísland. 16:20 Spánverjar hafa náð tökunum og eru komnir í vænlega stöðu. 16:17 Það er jafnt á öllum tölum hér og liðin bara skiptast bróðurlega á að skora. Róbert Gunnarsson var að koma sér á blað með því að skora í tómt markið. Markvörður Spánar fór í skógarhlaup. 16:13 Sigfús Sigurðsson kom Íslandi í 2-1. Bendi á að haldið er utan um markaskorara Íslands hér neðst undir textalýsingunni. Spánn jafnaði í 2-2. 16:11 Spánverjar skoruðu fyrsta mark leiksins og fengu síðan vítakast. En Hreiðar Guðmundsson sem byrjar í markinu varði það. Ólafur Stefánsson jafnaði í 1-1. 16:08 Nú er leikurinn loks farinn af stað. 16:03 Leikurinn er enn ekki hafinn en verið er að veita Guðjón Val Sigurðssyni blómvönd þar sem hann er að leika sinn 200. landsleik. Svo eru það þjóðsöngvarnir góðu.16:00 Verið er að kynna liðin til leiks undir magnaðri transtónlist. Fyrri vináttulandsleikur þessara liða fór fram í gær og þar unnu Spánverjar 35-34. _________ Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1.
Olís-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira