Atorka og Össur hækkuðu ein í dag

Gengi hlutabréfa í Atorku Group hækkaði um tíu prósent í dag og í Össuri um 0,34 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins á annars rauðum degi. Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, um 7,44 prósent og í Bakkavör um 2,86 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Marel um 1,44 prósent, Eimskipafélagsins um 0,75 prósent og Færeyjabanka um 0,34 prósent. Viðskipti voru 24 talsins á íslenskum hlutabréfamarkaði í dag upp á tæpar 63 milljónir króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,16 prósent og endaði í 646 stigum.