Aðalsteinn Eyjólfsson ætlar að hætta þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar eftir tímabilið. Frá þessu er greint á heimasíðu Ríkisútvarpsins.
Aðalsteinn ætlar þó að halda áfram að starfa fyrir Stjörnuna en hann er verkefnastjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar. Hann ætlar að taka sér frí frá þjálfun en hann hefur þjálfað síðan 1994.
Kvennalið Stjörnunnar varð bikarmeistari á dögunum.