NBA í nótt: Gríðarlega mikilvægur sigur Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2008 09:53 Allen Iverson var ánægður með sigurinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images Denver Nuggets vann góðan sigur á New Jersey, 125-114, á sama tíma og helstu keppunautar liðsins, Golden State Warriors, töpuðu fyrir Houston Rockets. Golden State er enn með forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni. Golden State hefur unnið 42 og tapað 26 leikjum en Denver hefur unnið 41 leik og tapað 28. Allan Iverson var með 26 stig í leiknum, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum. Denver náði sér vel á strik í fjórða leikhluta og náði 14-1 sprett sem var nóg til að gera út um leikinn. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson var með 29 stig. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sætið í Austurdeildinni. Með sigri í nótt hefði New Jersey tekið áttunda sætið af Atlanta.Houston vann Golden State, 109-106, og er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Houston hafði þar áður unnið 22 leiki í röð. Tracy McGrady átti góðan leik fyrir Houston og skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Bobby Jackson skoraði þriggja stiga körfu úr erfiðu færi þegar tvær mínútur voru til leiksloka og staðan jöfn. Það dugði til að fleyta Houston til sigurs í leiknum. Aðeins sjö leikmenn spiluðu fyrir Golden State í leiknum og þar af komust sex á ´blað. Baron Davis var stigahæstur með 27 stig og Monta Ellis bætti við 24 stigum.Orlando vann Philadelphia, 113-95. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando sem leiddi með mest 34 stiga mun í leiknum. Átta leikmenn Orlando skoruðu tíu stig eða meira í leiknum, þeirra á meðal Dwight Howard sem skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst á aðeins 23 mínútum.Indiana vann Minnesota, 124-113, þar sem Danny Granger skoraði 32 stig í nokkrum öruggum sigri Indiana.Memphis vann New York, 120-106. Mike Miller skoraði 34 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Memphis á útivelli í síðustu nítján útileikjum liðsins.Washington vann Miami, 103-86. Caron Butler var með 25 stig og Antawn Jamison bætti við 22 stigum og nítján fráköstum. Udonis Haslem lék ekki með Miami í nótt en hann gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður frá út tímabilið af þeim sökum. Meðal annarra meiddra leikmanna Miami má nefna Dwyane Wade, Shawn Marion, Marcus Banks og Alonzo Mourning.San Antonio vann Sacramento, 102-89. Tim Duncan var með 21 stig og þrettán fráköst fyrir San Antonio en Tony Parker bætti við nítján skotum.Portland vann LA Clippers, 107-102. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Roy bætti við 21 stigi og sex stoðsendingum.Lakers vann Seattle, 130-125. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en sjö leikmenn liðsins í viðbót skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þetta var tíundi tapleikur Seattle í röð. Að síðustu vann Cleveland sigur á Toronto, 90-83. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum og bætti þar með met Brad Daugherty sem stigahæsti leikmaður Cleveland í sögu félagsins. Zydrunas Ilgauskas átti góðan leik og skoraði sextán stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot. NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Denver Nuggets vann góðan sigur á New Jersey, 125-114, á sama tíma og helstu keppunautar liðsins, Golden State Warriors, töpuðu fyrir Houston Rockets. Golden State er enn með forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni. Golden State hefur unnið 42 og tapað 26 leikjum en Denver hefur unnið 41 leik og tapað 28. Allan Iverson var með 26 stig í leiknum, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum. Denver náði sér vel á strik í fjórða leikhluta og náði 14-1 sprett sem var nóg til að gera út um leikinn. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson var með 29 stig. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sætið í Austurdeildinni. Með sigri í nótt hefði New Jersey tekið áttunda sætið af Atlanta.Houston vann Golden State, 109-106, og er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Houston hafði þar áður unnið 22 leiki í röð. Tracy McGrady átti góðan leik fyrir Houston og skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Bobby Jackson skoraði þriggja stiga körfu úr erfiðu færi þegar tvær mínútur voru til leiksloka og staðan jöfn. Það dugði til að fleyta Houston til sigurs í leiknum. Aðeins sjö leikmenn spiluðu fyrir Golden State í leiknum og þar af komust sex á ´blað. Baron Davis var stigahæstur með 27 stig og Monta Ellis bætti við 24 stigum.Orlando vann Philadelphia, 113-95. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando sem leiddi með mest 34 stiga mun í leiknum. Átta leikmenn Orlando skoruðu tíu stig eða meira í leiknum, þeirra á meðal Dwight Howard sem skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst á aðeins 23 mínútum.Indiana vann Minnesota, 124-113, þar sem Danny Granger skoraði 32 stig í nokkrum öruggum sigri Indiana.Memphis vann New York, 120-106. Mike Miller skoraði 34 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Memphis á útivelli í síðustu nítján útileikjum liðsins.Washington vann Miami, 103-86. Caron Butler var með 25 stig og Antawn Jamison bætti við 22 stigum og nítján fráköstum. Udonis Haslem lék ekki með Miami í nótt en hann gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður frá út tímabilið af þeim sökum. Meðal annarra meiddra leikmanna Miami má nefna Dwyane Wade, Shawn Marion, Marcus Banks og Alonzo Mourning.San Antonio vann Sacramento, 102-89. Tim Duncan var með 21 stig og þrettán fráköst fyrir San Antonio en Tony Parker bætti við nítján skotum.Portland vann LA Clippers, 107-102. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Roy bætti við 21 stigi og sex stoðsendingum.Lakers vann Seattle, 130-125. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en sjö leikmenn liðsins í viðbót skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þetta var tíundi tapleikur Seattle í röð. Að síðustu vann Cleveland sigur á Toronto, 90-83. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum og bætti þar með met Brad Daugherty sem stigahæsti leikmaður Cleveland í sögu félagsins. Zydrunas Ilgauskas átti góðan leik og skoraði sextán stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot.
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga