Íslenskur ríkisborgari á flótta undan bandarískum yfirvöldum í 6 ár Andri Ólafsson skrifar 19. mars 2008 14:31 Róbert Tómasson er íslenskur ríkisborgari, fæddur í Jórdaníu. Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur. Róbert, sem fæddur er 1. júní 1966 í Nablus í Jórdaníu, gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann er með íslenska kennitölu en eftir að hafa dvalið á Íslandi um nokkurt skeið fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1999. Róbert settist að í Bakersfield í Kaliforníu og fékk fljótlega starf sem framkvæmdastjóri Mitsubishi umboðsins í Bakersfield. Í lok árs 2001 var Róbert handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt hinum 33 ára gamla bílasala Rory Bernstein. Að sögn lögreglunnar í Bakersfield er Róberti gefið að sök að hafa farið með Bernstein á afskekktan akur og yfirheyrt hann um samkipti hans við kærustu sína. Róberti grunaði að Bernstein hefði farið á stefnumót með kærustu sinni, Shelly Rodgers, og vildi vita hvað hefði farið þeim á milli. Mikil afbrýðissemi er talin hafa ráðið för Róberts. Lögreglan segir að Róbert hafi í þessari yfirheyrslu lamið Bernstein með skammbyssu og hótað honum öllu illu. Eins og fyrr segir varða þessi brot allt að 20 ára fangelsisvist. Þegar kom að því að rétta í málinu greiddi Róbert tryggingagjald gegn því að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Eftir að hafa greitt tryggingarféð lét Róbert sig hins vegar hverfa og hefur ekki spurst til hann síðan. Eftir að hafa reynt að hafa hendur í hári Róberts Tómassonar í mörg ár hafa bandarísk yfirvöld nú fengið alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér en á síðu hennar er nú lýst eftir Róberti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort Róbert sé hér á landi, eða hafa reynt að komast til Íslands. Hafi honum tekist það geta bandarísk yfirvöld lítið gert þar sem íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur. Róbert, sem fæddur er 1. júní 1966 í Nablus í Jórdaníu, gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann er með íslenska kennitölu en eftir að hafa dvalið á Íslandi um nokkurt skeið fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1999. Róbert settist að í Bakersfield í Kaliforníu og fékk fljótlega starf sem framkvæmdastjóri Mitsubishi umboðsins í Bakersfield. Í lok árs 2001 var Róbert handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt hinum 33 ára gamla bílasala Rory Bernstein. Að sögn lögreglunnar í Bakersfield er Róberti gefið að sök að hafa farið með Bernstein á afskekktan akur og yfirheyrt hann um samkipti hans við kærustu sína. Róberti grunaði að Bernstein hefði farið á stefnumót með kærustu sinni, Shelly Rodgers, og vildi vita hvað hefði farið þeim á milli. Mikil afbrýðissemi er talin hafa ráðið för Róberts. Lögreglan segir að Róbert hafi í þessari yfirheyrslu lamið Bernstein með skammbyssu og hótað honum öllu illu. Eins og fyrr segir varða þessi brot allt að 20 ára fangelsisvist. Þegar kom að því að rétta í málinu greiddi Róbert tryggingagjald gegn því að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Eftir að hafa greitt tryggingarféð lét Róbert sig hins vegar hverfa og hefur ekki spurst til hann síðan. Eftir að hafa reynt að hafa hendur í hári Róberts Tómassonar í mörg ár hafa bandarísk yfirvöld nú fengið alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér en á síðu hennar er nú lýst eftir Róberti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort Róbert sé hér á landi, eða hafa reynt að komast til Íslands. Hafi honum tekist það geta bandarísk yfirvöld lítið gert þar sem íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja íslenska ríkisborgara.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira