NBA í nótt: Boston vann meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2008 09:08 Bruce Bowen gengur svekktur af velli en leikmenn Boston fagna í bakgrunni. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara San Antonio Spurs, 93-91, þrátt fyrir að hafa lent 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Boston byrjaði skelfilega í leiknum og munurinn varð mestur í öðrum leikhluta, 33-11. En þá tóku þeir Paul Pierce, Rajon Rondo og Sam Cassell til sinna mála og náðu að klára leikinn. Cassell sýndi að hann hefur talsvert að færa Boston-liðinu en hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 46 sekúndur voru til leiksloka og kom Boston í forystu í leiknum. Pierce skoraði alls 22 stig í leiknum, Rondo 20 og Cassell sautján. Hjá San Antonio var Manu Ginobili stigahæstur með 32 stig. San Antonio átti þó síðasta skotið í leiknum og hefði Robert Horry hitt úr þriggja stiga skoti sínu hefði hann tryggt sínum mönnum sigur. Í kvöld verður svo gríðarlega spennandi leikur á dagskrá er Boston fer í heimsókn til Houston Rockets sem hefur unnið 22 leiki í röð. San Antonio hefur hins vegar tapað fjórum leikjum í röð og er komið niður í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Orlando vann góðan sigur á Cleveland, 104-90. Dwight Howard var með 23 stig og þrettán fráköst og Rashard Lewis bætti við 21 stigi. LeBron James skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en það dugði ekki til. Delonte West skoraði sextán stig og Sasha Pavlovic fjórtán. Atlanta vann Wasington, 105-96, þar sem Mike Bibby skoraði 23 stig og Joe Johnson átján í þriðja sigri Atlanta í röð. Með sigrinum færðist Atlanta fyrir ofan New Jersey í áttunda sæti Austurdeildarinnar og þar með inn í úrslitakeppnina. New Jersey á hins vegar leik til góða og með sigri tekur liðið aftur áttunda sætið af Atlanta. Nýliðinn Al Horford hefur átt skínandi góða leiki fyrir Atlanta að undanförnu og í nótt skoraði hann tólf stig, tók fimmtán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Indiana vann New York, 110-98. Mike Dunleavy skoraði 36 stig fyrir Indiana og Danny Granger var með 26 stig og ellefu fráköost. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 21 stig og fjórtán fráköst en þetta var níundi tapleikur New York í síðustu tíu leikjum liðsins. Memphis vann Charlotte, 98-80. Mike Miller var með átján stig og þrettán fráköst en þetta var fyrsti sigur Memphis í síðustu fimm leikjum liðsins. Derek Anderson skoraði sautján stig fyrri Charlotte en byrjunarliðsmenn liðsins skoruðu aðeins 36 stig í leiknum. Hvorugt lið á mikla möguleika að komast í úrslitakeppnina. New Orleans vann Chicago, 108-97, þar sem Chris Paul fór á kostum og skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Alls skoraði New Orleans 33 stig gegn þrettán frá Chicago í fjórða leikhluta en liðið kláraði leikinn á síðustu þremur mínútunum. Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago en Drew Gooden var með 23 stig og tólf fráköst. Minnesota vann LA Clippers, 99-90, þar sem Al Jefferson náði sinni 48. tvöfaldri tvennu með 22 stig og fjórtán fráköst. Ryan Gomes bætti við nítján stigum fyrir Minnesota. Corey Maggette skoraði 34 stig fyrir Clippers. Utah vann Toronto, 96-79. Deron Williams skoraði 21 stig en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð á heimavelli en það er jöfnun á félagsmetinu. Þegar leikar stóðu jafnir, 65-65, skoraði Utah 24 stig gegn aðeins fjórum frá Toronto og dugði það til að tryggja sigurinn. Jose Calderon skoraði sextán stig fyrir Toronto. Utah getur bætt félagsmetið með því að leggja LA Lakers á heimavelli á fimmtudaginn kemur. Spennan í Vesturdeildinni er gríðarlega mikil en aðeins tveir og hálfur sigurleikur skilur að efstu sjö liðin. Staðan í deildinni NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Boston Celtics gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara San Antonio Spurs, 93-91, þrátt fyrir að hafa lent 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Boston byrjaði skelfilega í leiknum og munurinn varð mestur í öðrum leikhluta, 33-11. En þá tóku þeir Paul Pierce, Rajon Rondo og Sam Cassell til sinna mála og náðu að klára leikinn. Cassell sýndi að hann hefur talsvert að færa Boston-liðinu en hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 46 sekúndur voru til leiksloka og kom Boston í forystu í leiknum. Pierce skoraði alls 22 stig í leiknum, Rondo 20 og Cassell sautján. Hjá San Antonio var Manu Ginobili stigahæstur með 32 stig. San Antonio átti þó síðasta skotið í leiknum og hefði Robert Horry hitt úr þriggja stiga skoti sínu hefði hann tryggt sínum mönnum sigur. Í kvöld verður svo gríðarlega spennandi leikur á dagskrá er Boston fer í heimsókn til Houston Rockets sem hefur unnið 22 leiki í röð. San Antonio hefur hins vegar tapað fjórum leikjum í röð og er komið niður í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Orlando vann góðan sigur á Cleveland, 104-90. Dwight Howard var með 23 stig og þrettán fráköst og Rashard Lewis bætti við 21 stigi. LeBron James skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en það dugði ekki til. Delonte West skoraði sextán stig og Sasha Pavlovic fjórtán. Atlanta vann Wasington, 105-96, þar sem Mike Bibby skoraði 23 stig og Joe Johnson átján í þriðja sigri Atlanta í röð. Með sigrinum færðist Atlanta fyrir ofan New Jersey í áttunda sæti Austurdeildarinnar og þar með inn í úrslitakeppnina. New Jersey á hins vegar leik til góða og með sigri tekur liðið aftur áttunda sætið af Atlanta. Nýliðinn Al Horford hefur átt skínandi góða leiki fyrir Atlanta að undanförnu og í nótt skoraði hann tólf stig, tók fimmtán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Indiana vann New York, 110-98. Mike Dunleavy skoraði 36 stig fyrir Indiana og Danny Granger var með 26 stig og ellefu fráköost. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 21 stig og fjórtán fráköst en þetta var níundi tapleikur New York í síðustu tíu leikjum liðsins. Memphis vann Charlotte, 98-80. Mike Miller var með átján stig og þrettán fráköst en þetta var fyrsti sigur Memphis í síðustu fimm leikjum liðsins. Derek Anderson skoraði sautján stig fyrri Charlotte en byrjunarliðsmenn liðsins skoruðu aðeins 36 stig í leiknum. Hvorugt lið á mikla möguleika að komast í úrslitakeppnina. New Orleans vann Chicago, 108-97, þar sem Chris Paul fór á kostum og skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Alls skoraði New Orleans 33 stig gegn þrettán frá Chicago í fjórða leikhluta en liðið kláraði leikinn á síðustu þremur mínútunum. Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago en Drew Gooden var með 23 stig og tólf fráköst. Minnesota vann LA Clippers, 99-90, þar sem Al Jefferson náði sinni 48. tvöfaldri tvennu með 22 stig og fjórtán fráköst. Ryan Gomes bætti við nítján stigum fyrir Minnesota. Corey Maggette skoraði 34 stig fyrir Clippers. Utah vann Toronto, 96-79. Deron Williams skoraði 21 stig en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð á heimavelli en það er jöfnun á félagsmetinu. Þegar leikar stóðu jafnir, 65-65, skoraði Utah 24 stig gegn aðeins fjórum frá Toronto og dugði það til að tryggja sigurinn. Jose Calderon skoraði sextán stig fyrir Toronto. Utah getur bætt félagsmetið með því að leggja LA Lakers á heimavelli á fimmtudaginn kemur. Spennan í Vesturdeildinni er gríðarlega mikil en aðeins tveir og hálfur sigurleikur skilur að efstu sjö liðin. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira