Hannes: Flakkið fylgir fótboltanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2008 18:55 Hannes Þ. Sigurðsson í leik með landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Hannes í samtali við Vísi. „Þetta var svo sem ekki erfitt ferli en eins og alltaf tók það sinn tíma fyrir alla aðila að komast að niðurstöðu. Þetta blessaðist svo allt á endanum." Hannes hóf atvinnumannaferilinn hjá Viking í Stafangri og lék með félaginu í fjögur ár áður en hann hélt til Englands árið 2005. Alls hefur hann leikið með því í fimm ár. „Mér líst mjög vel á Sundsvall en það verður erfitt að fara frá Víking og Stafangri. Hér er ég með góð tengsl bæði við bæinn og klúbbinn. Hins vegar hlakka ég mikið til að fara að spila fótbolta í hverri viku. Þetta er því frábær möguleiki fyrir mig." Hannes fór frá Stoke í Englandi í ágúst 2006 og gekk til liðs við Bröndby í Danmörku. Þaðan fór hann til Viking fyrir rúmu ári síðan og verður því Sundsvall fjórða félagið sem hann leikur með í jafn mörgum löndum á rúmu einu og hálfu ári. „Ég tek þessu öllu saman eins og þetta kemur. Fótboltinn er bara þannig, maður er á faraldsfæti og það er eðlilegur hluti af fótboltanum. Ég er ekki að stressa mig á þessu." Sundsvall er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en Hannes vonast vitanlega til að félagið geti komið á óvart í sumar. „Ég þekki nú ekki sænsku deildina það vel en mér líst ágætlega á þetta. Ég átti gott samtal við þjálfarann og efast ekki um að það sé rétta valið fyrir mig að fara til Sundsvall." „Ef ég vill líka koma mér aftur í landsliðið get ég ekki setið á bekknum einhversstaðar út í heimi." Fyrr í vetur gekk FH-ingurinn Sverrir Garðarsson til liðs við Sundsvall en hann og Hannes eru æskufélagar enda sá síðarnefndi gamall FH-ingur. „Það hafði mikið að segja að Sverrir var kominn til félagsins. Það verður frábært að fá að spila með honum aftur. Ég held að það hafi síðast gerst með U-21 landsliðinu árið 2004. Við erum góðir vinir enda er hann nú guðfaðir dóttur minnar. Það er því óhætt að segja að við náum ágætlega saman." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Hannes í samtali við Vísi. „Þetta var svo sem ekki erfitt ferli en eins og alltaf tók það sinn tíma fyrir alla aðila að komast að niðurstöðu. Þetta blessaðist svo allt á endanum." Hannes hóf atvinnumannaferilinn hjá Viking í Stafangri og lék með félaginu í fjögur ár áður en hann hélt til Englands árið 2005. Alls hefur hann leikið með því í fimm ár. „Mér líst mjög vel á Sundsvall en það verður erfitt að fara frá Víking og Stafangri. Hér er ég með góð tengsl bæði við bæinn og klúbbinn. Hins vegar hlakka ég mikið til að fara að spila fótbolta í hverri viku. Þetta er því frábær möguleiki fyrir mig." Hannes fór frá Stoke í Englandi í ágúst 2006 og gekk til liðs við Bröndby í Danmörku. Þaðan fór hann til Viking fyrir rúmu ári síðan og verður því Sundsvall fjórða félagið sem hann leikur með í jafn mörgum löndum á rúmu einu og hálfu ári. „Ég tek þessu öllu saman eins og þetta kemur. Fótboltinn er bara þannig, maður er á faraldsfæti og það er eðlilegur hluti af fótboltanum. Ég er ekki að stressa mig á þessu." Sundsvall er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en Hannes vonast vitanlega til að félagið geti komið á óvart í sumar. „Ég þekki nú ekki sænsku deildina það vel en mér líst ágætlega á þetta. Ég átti gott samtal við þjálfarann og efast ekki um að það sé rétta valið fyrir mig að fara til Sundsvall." „Ef ég vill líka koma mér aftur í landsliðið get ég ekki setið á bekknum einhversstaðar út í heimi." Fyrr í vetur gekk FH-ingurinn Sverrir Garðarsson til liðs við Sundsvall en hann og Hannes eru æskufélagar enda sá síðarnefndi gamall FH-ingur. „Það hafði mikið að segja að Sverrir var kominn til félagsins. Það verður frábært að fá að spila með honum aftur. Ég held að það hafi síðast gerst með U-21 landsliðinu árið 2004. Við erum góðir vinir enda er hann nú guðfaðir dóttur minnar. Það er því óhætt að segja að við náum ágætlega saman."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira