Hannes: Flakkið fylgir fótboltanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2008 18:55 Hannes Þ. Sigurðsson í leik með landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Hannes í samtali við Vísi. „Þetta var svo sem ekki erfitt ferli en eins og alltaf tók það sinn tíma fyrir alla aðila að komast að niðurstöðu. Þetta blessaðist svo allt á endanum." Hannes hóf atvinnumannaferilinn hjá Viking í Stafangri og lék með félaginu í fjögur ár áður en hann hélt til Englands árið 2005. Alls hefur hann leikið með því í fimm ár. „Mér líst mjög vel á Sundsvall en það verður erfitt að fara frá Víking og Stafangri. Hér er ég með góð tengsl bæði við bæinn og klúbbinn. Hins vegar hlakka ég mikið til að fara að spila fótbolta í hverri viku. Þetta er því frábær möguleiki fyrir mig." Hannes fór frá Stoke í Englandi í ágúst 2006 og gekk til liðs við Bröndby í Danmörku. Þaðan fór hann til Viking fyrir rúmu ári síðan og verður því Sundsvall fjórða félagið sem hann leikur með í jafn mörgum löndum á rúmu einu og hálfu ári. „Ég tek þessu öllu saman eins og þetta kemur. Fótboltinn er bara þannig, maður er á faraldsfæti og það er eðlilegur hluti af fótboltanum. Ég er ekki að stressa mig á þessu." Sundsvall er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en Hannes vonast vitanlega til að félagið geti komið á óvart í sumar. „Ég þekki nú ekki sænsku deildina það vel en mér líst ágætlega á þetta. Ég átti gott samtal við þjálfarann og efast ekki um að það sé rétta valið fyrir mig að fara til Sundsvall." „Ef ég vill líka koma mér aftur í landsliðið get ég ekki setið á bekknum einhversstaðar út í heimi." Fyrr í vetur gekk FH-ingurinn Sverrir Garðarsson til liðs við Sundsvall en hann og Hannes eru æskufélagar enda sá síðarnefndi gamall FH-ingur. „Það hafði mikið að segja að Sverrir var kominn til félagsins. Það verður frábært að fá að spila með honum aftur. Ég held að það hafi síðast gerst með U-21 landsliðinu árið 2004. Við erum góðir vinir enda er hann nú guðfaðir dóttur minnar. Það er því óhætt að segja að við náum ágætlega saman." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Hannes í samtali við Vísi. „Þetta var svo sem ekki erfitt ferli en eins og alltaf tók það sinn tíma fyrir alla aðila að komast að niðurstöðu. Þetta blessaðist svo allt á endanum." Hannes hóf atvinnumannaferilinn hjá Viking í Stafangri og lék með félaginu í fjögur ár áður en hann hélt til Englands árið 2005. Alls hefur hann leikið með því í fimm ár. „Mér líst mjög vel á Sundsvall en það verður erfitt að fara frá Víking og Stafangri. Hér er ég með góð tengsl bæði við bæinn og klúbbinn. Hins vegar hlakka ég mikið til að fara að spila fótbolta í hverri viku. Þetta er því frábær möguleiki fyrir mig." Hannes fór frá Stoke í Englandi í ágúst 2006 og gekk til liðs við Bröndby í Danmörku. Þaðan fór hann til Viking fyrir rúmu ári síðan og verður því Sundsvall fjórða félagið sem hann leikur með í jafn mörgum löndum á rúmu einu og hálfu ári. „Ég tek þessu öllu saman eins og þetta kemur. Fótboltinn er bara þannig, maður er á faraldsfæti og það er eðlilegur hluti af fótboltanum. Ég er ekki að stressa mig á þessu." Sundsvall er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en Hannes vonast vitanlega til að félagið geti komið á óvart í sumar. „Ég þekki nú ekki sænsku deildina það vel en mér líst ágætlega á þetta. Ég átti gott samtal við þjálfarann og efast ekki um að það sé rétta valið fyrir mig að fara til Sundsvall." „Ef ég vill líka koma mér aftur í landsliðið get ég ekki setið á bekknum einhversstaðar út í heimi." Fyrr í vetur gekk FH-ingurinn Sverrir Garðarsson til liðs við Sundsvall en hann og Hannes eru æskufélagar enda sá síðarnefndi gamall FH-ingur. „Það hafði mikið að segja að Sverrir var kominn til félagsins. Það verður frábært að fá að spila með honum aftur. Ég held að það hafi síðast gerst með U-21 landsliðinu árið 2004. Við erum góðir vinir enda er hann nú guðfaðir dóttur minnar. Það er því óhætt að segja að við náum ágætlega saman."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira