Körfubolti

Drejer leggur skóna á hilluna

NordcPhotos/GettyImages

Danska landsliðið í körfubolta varð fyrir mikilli blóðtöku í vikunni þegar Christian Drejer tilkynnti að hann væri hættur að stunda körfubolta vegna meiðsla aðeins 25 ára að aldri. Drejer er einn besti körfuboltamaður Dana fyrr og síðar.

Drejer spilaði með Florida háskólanum í Bandaríkjunum og var á mála hjá stórliði Barcelona á Spáni. Hann var nú síðast félagi Jóns Arnórs Stefánssonar hjá Lottomatica Roma á Ítalíu.

Þetta er mikið áfall fyrir danska landsliðið sem leikur einmitt með okkur íslendingum í riðli í b-deild Evrópukeppninnar.

Það var karfan.is sem greindi frá þessu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×