Detroit valtaði yfir Phoenix á útivelli 25. febrúar 2008 03:21 Chauncey Billups og félagar í Detroit niðurlægðu Phoenix í nótt AP Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni. Þetta var aðeins þriðja tap Phoenix á leiktíðinni gegn liðum úr Austurdeildinni í 25 leikjum. Amare Stoudemire skoraði 31 stig fyrir Phoenix en Rasheed Wallace var stigahæstur í hnífjöfnu liði gestanna með 22 stig. Detroit hafði þægilegt forskot allan leikinn og bauluðu áhorfendur í Phoenix á sína menn í lok þriðja leikhluta þegar staðan var orðin 90-54. Flip Saunders þjálfari Detroit tók byrjunarliðsmenn sína endanlega af velli fljótlega í fjórða leikhlutanum. "Við verðum að horfa raunsætt á þetta, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra daga og við erum enn að venjast því að spila saman. Það breytir því ekki að Detroit liðið lék vel og virtist ekki geta misst marks í kvöld. Þetta var einn af þessum leikjum," sagði Shaquille O´Neal hjá Phoenix sem skoraði 7 stig og hirti 11 fráköst, en hitti aðeins úr einu af átta vítaskotum sínum. Cleveland burstaði Memphis 109-89 þar sem það lék sinn fyrsta leik með fjóra nýja leikmenn eftir skiptin við Seattle og Chicago á dögunum. LeBron James var að vanda í sérflokki í liði Cleveland og skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst, Joe Smith skoraði 14 stig og Ben Wallace skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst - þeir tveir síðastnefndu komu til Cleveland frá Chicago um helgina. Hakim Warrick skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Memphis. Orlando lagði Sacramento 112-96. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en Ron Artest skoraði 23 fyrir Sacramento. Boston stöðvaði lengstu taphrinu sína á árinu með góðum 112-102 sigri á Portland á útivelli. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston sem hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum og hafði sigur þrátt fyrir að lenda mest 17 stigum undir. Travis Outlaw var stigahæstur hjá Portland með 24 stig, en liðið lék lengst af án Brandon Roy sem meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli. Toronto burstaði New York 115-92 á heimavelli þar sem Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Toronto en Jamal Crawford skoraði 26 fyrir New York. Dallas skellti Minnesota á útivelli 99-83 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jason Kidd gaf 17 stoðsendingar. Al Jefferson skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Houston vann 12. leikinn í röð með öruggum sigri á Chicago 110-97. Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston, Luis Scola 17 og þá átti Bobby Jackson fínan leik og setti 14 stig í sínum fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá New Orleans. Tyrus Thomas var stigahæstur í liði Chicago með 18 stig og Larry Hughes skoraði 13 stig af bekknum og Drew Gooden 12 - en þeir gengu í raðir Chicago um helgina eftir að hafa komið frá Cleveland. Loks vann LA Lakers auðveldan útisigur á undirmönnuðu liði Seattle 111-91 þar sem Kobe Bryant skoraði 21, gaf 10 stoðsendingar og lét reka sig af velli fyrir að deila við dómarana í síðari hálfleik. Það kom þó ekki að sök því Lakers liðið var þá þegar 30 stigum yfir. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð. Mickael Gelabale vera atkvæðamestur hjá Seattle með 21 stig og 8 fráköst. NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni. Þetta var aðeins þriðja tap Phoenix á leiktíðinni gegn liðum úr Austurdeildinni í 25 leikjum. Amare Stoudemire skoraði 31 stig fyrir Phoenix en Rasheed Wallace var stigahæstur í hnífjöfnu liði gestanna með 22 stig. Detroit hafði þægilegt forskot allan leikinn og bauluðu áhorfendur í Phoenix á sína menn í lok þriðja leikhluta þegar staðan var orðin 90-54. Flip Saunders þjálfari Detroit tók byrjunarliðsmenn sína endanlega af velli fljótlega í fjórða leikhlutanum. "Við verðum að horfa raunsætt á þetta, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra daga og við erum enn að venjast því að spila saman. Það breytir því ekki að Detroit liðið lék vel og virtist ekki geta misst marks í kvöld. Þetta var einn af þessum leikjum," sagði Shaquille O´Neal hjá Phoenix sem skoraði 7 stig og hirti 11 fráköst, en hitti aðeins úr einu af átta vítaskotum sínum. Cleveland burstaði Memphis 109-89 þar sem það lék sinn fyrsta leik með fjóra nýja leikmenn eftir skiptin við Seattle og Chicago á dögunum. LeBron James var að vanda í sérflokki í liði Cleveland og skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst, Joe Smith skoraði 14 stig og Ben Wallace skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst - þeir tveir síðastnefndu komu til Cleveland frá Chicago um helgina. Hakim Warrick skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Memphis. Orlando lagði Sacramento 112-96. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en Ron Artest skoraði 23 fyrir Sacramento. Boston stöðvaði lengstu taphrinu sína á árinu með góðum 112-102 sigri á Portland á útivelli. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston sem hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum og hafði sigur þrátt fyrir að lenda mest 17 stigum undir. Travis Outlaw var stigahæstur hjá Portland með 24 stig, en liðið lék lengst af án Brandon Roy sem meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli. Toronto burstaði New York 115-92 á heimavelli þar sem Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Toronto en Jamal Crawford skoraði 26 fyrir New York. Dallas skellti Minnesota á útivelli 99-83 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jason Kidd gaf 17 stoðsendingar. Al Jefferson skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Houston vann 12. leikinn í röð með öruggum sigri á Chicago 110-97. Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston, Luis Scola 17 og þá átti Bobby Jackson fínan leik og setti 14 stig í sínum fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá New Orleans. Tyrus Thomas var stigahæstur í liði Chicago með 18 stig og Larry Hughes skoraði 13 stig af bekknum og Drew Gooden 12 - en þeir gengu í raðir Chicago um helgina eftir að hafa komið frá Cleveland. Loks vann LA Lakers auðveldan útisigur á undirmönnuðu liði Seattle 111-91 þar sem Kobe Bryant skoraði 21, gaf 10 stoðsendingar og lét reka sig af velli fyrir að deila við dómarana í síðari hálfleik. Það kom þó ekki að sök því Lakers liðið var þá þegar 30 stigum yfir. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð. Mickael Gelabale vera atkvæðamestur hjá Seattle með 21 stig og 8 fráköst.
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga