Detroit valtaði yfir Phoenix á útivelli 25. febrúar 2008 03:21 Chauncey Billups og félagar í Detroit niðurlægðu Phoenix í nótt AP Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni. Þetta var aðeins þriðja tap Phoenix á leiktíðinni gegn liðum úr Austurdeildinni í 25 leikjum. Amare Stoudemire skoraði 31 stig fyrir Phoenix en Rasheed Wallace var stigahæstur í hnífjöfnu liði gestanna með 22 stig. Detroit hafði þægilegt forskot allan leikinn og bauluðu áhorfendur í Phoenix á sína menn í lok þriðja leikhluta þegar staðan var orðin 90-54. Flip Saunders þjálfari Detroit tók byrjunarliðsmenn sína endanlega af velli fljótlega í fjórða leikhlutanum. "Við verðum að horfa raunsætt á þetta, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra daga og við erum enn að venjast því að spila saman. Það breytir því ekki að Detroit liðið lék vel og virtist ekki geta misst marks í kvöld. Þetta var einn af þessum leikjum," sagði Shaquille O´Neal hjá Phoenix sem skoraði 7 stig og hirti 11 fráköst, en hitti aðeins úr einu af átta vítaskotum sínum. Cleveland burstaði Memphis 109-89 þar sem það lék sinn fyrsta leik með fjóra nýja leikmenn eftir skiptin við Seattle og Chicago á dögunum. LeBron James var að vanda í sérflokki í liði Cleveland og skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst, Joe Smith skoraði 14 stig og Ben Wallace skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst - þeir tveir síðastnefndu komu til Cleveland frá Chicago um helgina. Hakim Warrick skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Memphis. Orlando lagði Sacramento 112-96. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en Ron Artest skoraði 23 fyrir Sacramento. Boston stöðvaði lengstu taphrinu sína á árinu með góðum 112-102 sigri á Portland á útivelli. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston sem hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum og hafði sigur þrátt fyrir að lenda mest 17 stigum undir. Travis Outlaw var stigahæstur hjá Portland með 24 stig, en liðið lék lengst af án Brandon Roy sem meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli. Toronto burstaði New York 115-92 á heimavelli þar sem Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Toronto en Jamal Crawford skoraði 26 fyrir New York. Dallas skellti Minnesota á útivelli 99-83 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jason Kidd gaf 17 stoðsendingar. Al Jefferson skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Houston vann 12. leikinn í röð með öruggum sigri á Chicago 110-97. Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston, Luis Scola 17 og þá átti Bobby Jackson fínan leik og setti 14 stig í sínum fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá New Orleans. Tyrus Thomas var stigahæstur í liði Chicago með 18 stig og Larry Hughes skoraði 13 stig af bekknum og Drew Gooden 12 - en þeir gengu í raðir Chicago um helgina eftir að hafa komið frá Cleveland. Loks vann LA Lakers auðveldan útisigur á undirmönnuðu liði Seattle 111-91 þar sem Kobe Bryant skoraði 21, gaf 10 stoðsendingar og lét reka sig af velli fyrir að deila við dómarana í síðari hálfleik. Það kom þó ekki að sök því Lakers liðið var þá þegar 30 stigum yfir. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð. Mickael Gelabale vera atkvæðamestur hjá Seattle með 21 stig og 8 fráköst. NBA Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni. Þetta var aðeins þriðja tap Phoenix á leiktíðinni gegn liðum úr Austurdeildinni í 25 leikjum. Amare Stoudemire skoraði 31 stig fyrir Phoenix en Rasheed Wallace var stigahæstur í hnífjöfnu liði gestanna með 22 stig. Detroit hafði þægilegt forskot allan leikinn og bauluðu áhorfendur í Phoenix á sína menn í lok þriðja leikhluta þegar staðan var orðin 90-54. Flip Saunders þjálfari Detroit tók byrjunarliðsmenn sína endanlega af velli fljótlega í fjórða leikhlutanum. "Við verðum að horfa raunsætt á þetta, ég er bara búinn að vera hérna í nokkra daga og við erum enn að venjast því að spila saman. Það breytir því ekki að Detroit liðið lék vel og virtist ekki geta misst marks í kvöld. Þetta var einn af þessum leikjum," sagði Shaquille O´Neal hjá Phoenix sem skoraði 7 stig og hirti 11 fráköst, en hitti aðeins úr einu af átta vítaskotum sínum. Cleveland burstaði Memphis 109-89 þar sem það lék sinn fyrsta leik með fjóra nýja leikmenn eftir skiptin við Seattle og Chicago á dögunum. LeBron James var að vanda í sérflokki í liði Cleveland og skoraði 25 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst, Joe Smith skoraði 14 stig og Ben Wallace skoraði 12 stig og hirti 10 fráköst - þeir tveir síðastnefndu komu til Cleveland frá Chicago um helgina. Hakim Warrick skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Memphis. Orlando lagði Sacramento 112-96. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando en Ron Artest skoraði 23 fyrir Sacramento. Boston stöðvaði lengstu taphrinu sína á árinu með góðum 112-102 sigri á Portland á útivelli. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston sem hitti mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum og hafði sigur þrátt fyrir að lenda mest 17 stigum undir. Travis Outlaw var stigahæstur hjá Portland með 24 stig, en liðið lék lengst af án Brandon Roy sem meiddist á ökkla og þurfti að fara af velli. Toronto burstaði New York 115-92 á heimavelli þar sem Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Toronto en Jamal Crawford skoraði 26 fyrir New York. Dallas skellti Minnesota á útivelli 99-83 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Jason Kidd gaf 17 stoðsendingar. Al Jefferson skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Houston vann 12. leikinn í röð með öruggum sigri á Chicago 110-97. Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston, Luis Scola 17 og þá átti Bobby Jackson fínan leik og setti 14 stig í sínum fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá New Orleans. Tyrus Thomas var stigahæstur í liði Chicago með 18 stig og Larry Hughes skoraði 13 stig af bekknum og Drew Gooden 12 - en þeir gengu í raðir Chicago um helgina eftir að hafa komið frá Cleveland. Loks vann LA Lakers auðveldan útisigur á undirmönnuðu liði Seattle 111-91 þar sem Kobe Bryant skoraði 21, gaf 10 stoðsendingar og lét reka sig af velli fyrir að deila við dómarana í síðari hálfleik. Það kom þó ekki að sök því Lakers liðið var þá þegar 30 stigum yfir. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð. Mickael Gelabale vera atkvæðamestur hjá Seattle með 21 stig og 8 fráköst.
NBA Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira