Nýliðar vekja athygli 23. febrúar 2008 22:21 Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku. Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher mætir á æfingar með Ferrari á mánudag og mun aðstoða við loka undirbúning Ferrari ásamt Kimi Raikkönen. En það eru nýliðarnir í Formúlu 1 sem hafa átt góða spretti. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota var með besta tíma á fimmtudaginn, en hann ók í lokamótinu í fyrra og því óhætt að telja hann nýgræðing. Nakajima er sonur Saturo Nakajima sem var Formúlu 1 ökumaður á árum áður. Hann hefur notið stuðnings Toyota fra unga aldri, en Toyota sér Williams fyrir vélum. Frakkinn Sebastian Bourdais er að keppa í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann hefur orðið meistari í Champ Car mótaröðinni í Bandaríkjunum fjögur ár í röð. Frans Tozt, yfirmaður hjá Torro Rosso segir hann toppökumann sem eigi eftir að l´ta að sér kveðja eftir 5-6 mót. Þjóðverjinn Timo Glock er nýliði hjá Toyota, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Glock og Jarno Trulli hafa trú á því að Toyota geti blandað sér í baráttu um verðlaunasæti á ný, þó flestir telji að Ferrari og McLaren muni bera af. Þessir þrír ökumenn þykja líklegir til að rugla röð þeirra sem hafa verið að vekja hvað mesta athygli síðustu ár í Formúlu 1. Koma Michael Schumacher til Barcelona minnir á fyrri tíma, en minnir líka á þá staðreynd að kynslóðaskipti eru að verða í Formúlu 1. Bróðir Michaels, Ralf Schumacher er hættur og keppir í DTM mótaröðinni á þessu ári á vegum Mercedes Benz. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku. Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher mætir á æfingar með Ferrari á mánudag og mun aðstoða við loka undirbúning Ferrari ásamt Kimi Raikkönen. En það eru nýliðarnir í Formúlu 1 sem hafa átt góða spretti. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota var með besta tíma á fimmtudaginn, en hann ók í lokamótinu í fyrra og því óhætt að telja hann nýgræðing. Nakajima er sonur Saturo Nakajima sem var Formúlu 1 ökumaður á árum áður. Hann hefur notið stuðnings Toyota fra unga aldri, en Toyota sér Williams fyrir vélum. Frakkinn Sebastian Bourdais er að keppa í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann hefur orðið meistari í Champ Car mótaröðinni í Bandaríkjunum fjögur ár í röð. Frans Tozt, yfirmaður hjá Torro Rosso segir hann toppökumann sem eigi eftir að l´ta að sér kveðja eftir 5-6 mót. Þjóðverjinn Timo Glock er nýliði hjá Toyota, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Glock og Jarno Trulli hafa trú á því að Toyota geti blandað sér í baráttu um verðlaunasæti á ný, þó flestir telji að Ferrari og McLaren muni bera af. Þessir þrír ökumenn þykja líklegir til að rugla röð þeirra sem hafa verið að vekja hvað mesta athygli síðustu ár í Formúlu 1. Koma Michael Schumacher til Barcelona minnir á fyrri tíma, en minnir líka á þá staðreynd að kynslóðaskipti eru að verða í Formúlu 1. Bróðir Michaels, Ralf Schumacher er hættur og keppir í DTM mótaröðinni á þessu ári á vegum Mercedes Benz.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira