Handbolti

HK burstaði Val

Mynd/Stefán Karlsson

HK tók Val í kennslustund í Digranesinu í leik kvöldsins í N1 deild karla í handbolta. HK menn sigruðu 31-23 eftir að hafa verið yfir 19-12 í hálfleik. Tomas Eitutis skoraði 11 mörk fyrir HK og Ólafur Ragnarsson 6, en Arnór Malmquist skoraði 7 mörk fyrir Val.

Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 26 stig, Fram hefur 24, Valur 23 og Stjarnan og HK hafa bæði hlotið 22 stig. Valur og Fram eiga leik til góða. 

Mörk HK (skot): Tomas Eitutis 11 (13), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6 (10), Ragnar Hjaltested 5/2 (6/3), Gunnar Steinn Jónsson 4/3 (6/4), Árni Björn Þórarinsson 2 (5), Sergei Petraytis 1 (1), Arnar Þór Sæþórsson 1 (2), Augustas Strazdas 1 (4), Sigurgeir Árni Ægisson (1).

Varin skot: Egidijus Petkevicius 22/1 (45/3, 49%)

Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson Malmquist 7/1 (11/2), Anton Rúnarsson 3/1 (3/1), Sigurður Eggertsson 3 (10), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (3), Fannar Þór Friðgeirsson 2 (9), Ingvar Árnason 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (2), Kristján Þór Karlsson 1 (3), Elvar Friðriksson 1 (4), Sigfús Páll Sigfússon (2), Baldvin Þorsteinsson (3)

Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 12 (33/3, 36%), Pálmar Pétursson 5/1 (15/3, 33%)

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×