NBA í nótt: Shaq og Kidd töpuðu fyrsta leiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2008 09:23 Shaq á fullri ferð í nótt. Nordic Photos / Getty Images Shaquille O'Neal og Jason Kidd léku sína fyrstu leiki með nýju liðunum sínum en urðu báðir að sætta sig við tap. LA Lakers vann sigur á Shaq og félögum í Phoenix Suns, 130-124, þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig gegn sínum gamla félaga úr Lakers. Þá töpuðu Kidd og félagar í Dallas fyrir New Orleans, 104-93, þar sem Chris Paul fór á kostum í síðarnefnda liðinu. „Ég er í betra formi en ég bjóst við," sagði Shaq eftir leikinn. Hann skoraði fimmtán stig og tók níu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Sem fyrr segir fór Kobe Bryant á kostum og skoraði 41 stig. Pau Gasol var einnig öflugur og skoraði 29 stig og þá bætti Lamar Odom við 22 stigum. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og er liðið nú jafnt Phoenix í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins. Lakers var með yfirhöndina í leiknum lengst af og var með átta stiga forystu í hálfleik, 65-57. Phoenix náði að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik en Lakers náði að hrista þá af sér undir lokin. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með 26 stig og átta stoðsendingar. Jason Kidd er kominn aftur í búning Dallas-liðsins.Nordic Photos / Getty Images Sigur New Orleans var aldrei í hættu gegn Dallas í nótt en Chris Paul var mjög nálægt því að ná þrefaldri tvennu er hann skoraði 31 stig, gaf ellefu stoðsendingar og stal níu boltum. Kidd átti í erfiðleikum með að finna félaga sína almennilega á vellinum en hann tapaði sex boltum í leiknum. Hann skoraði átta stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Golden State vann nauman sigur á Boston Celtics, 119-117, þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 29 stig í leiknum en 20.711 áhorfendur voru á leiknum sem er met á körfuboltaleik í Kaliforníu. LeBron James fór á kostum er Cleveland vann Indiana, 106-97, og náði sinni annarri þrefaldri tvennu í röð. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Philadelphia vann fjörtíu stiga sigur á New York, 124-84, þar sem Willie Green skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Milwaukee vann Detroit, 103-98, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee en þetta var annað tap Detroit eftir ellefu sigurleiki í röð. New Jersey vann sinn fyrsta leik eftir að Jason Kidd fór frá liðinu er liðið vann Chicago, 110-102, í framlengdum leik. Vince Carter var með 33 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Toronto vann Orlando, 127-110, þar sem Chris Bosh skoraði 40 stig. Þá vann Sacramento sigur á Atlanta, 119-107, og LA Clippers vann Memphis, 100-86. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Shaquille O'Neal og Jason Kidd léku sína fyrstu leiki með nýju liðunum sínum en urðu báðir að sætta sig við tap. LA Lakers vann sigur á Shaq og félögum í Phoenix Suns, 130-124, þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig gegn sínum gamla félaga úr Lakers. Þá töpuðu Kidd og félagar í Dallas fyrir New Orleans, 104-93, þar sem Chris Paul fór á kostum í síðarnefnda liðinu. „Ég er í betra formi en ég bjóst við," sagði Shaq eftir leikinn. Hann skoraði fimmtán stig og tók níu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Sem fyrr segir fór Kobe Bryant á kostum og skoraði 41 stig. Pau Gasol var einnig öflugur og skoraði 29 stig og þá bætti Lamar Odom við 22 stigum. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og er liðið nú jafnt Phoenix í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins. Lakers var með yfirhöndina í leiknum lengst af og var með átta stiga forystu í hálfleik, 65-57. Phoenix náði að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik en Lakers náði að hrista þá af sér undir lokin. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með 26 stig og átta stoðsendingar. Jason Kidd er kominn aftur í búning Dallas-liðsins.Nordic Photos / Getty Images Sigur New Orleans var aldrei í hættu gegn Dallas í nótt en Chris Paul var mjög nálægt því að ná þrefaldri tvennu er hann skoraði 31 stig, gaf ellefu stoðsendingar og stal níu boltum. Kidd átti í erfiðleikum með að finna félaga sína almennilega á vellinum en hann tapaði sex boltum í leiknum. Hann skoraði átta stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Golden State vann nauman sigur á Boston Celtics, 119-117, þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 29 stig í leiknum en 20.711 áhorfendur voru á leiknum sem er met á körfuboltaleik í Kaliforníu. LeBron James fór á kostum er Cleveland vann Indiana, 106-97, og náði sinni annarri þrefaldri tvennu í röð. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Philadelphia vann fjörtíu stiga sigur á New York, 124-84, þar sem Willie Green skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Milwaukee vann Detroit, 103-98, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee en þetta var annað tap Detroit eftir ellefu sigurleiki í röð. New Jersey vann sinn fyrsta leik eftir að Jason Kidd fór frá liðinu er liðið vann Chicago, 110-102, í framlengdum leik. Vince Carter var með 33 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Toronto vann Orlando, 127-110, þar sem Chris Bosh skoraði 40 stig. Þá vann Sacramento sigur á Atlanta, 119-107, og LA Clippers vann Memphis, 100-86.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira