Jafnt hjá Arsenal og Man Utd 20. febrúar 2008 21:38 Carlos Tevez skoraði afar mikilvægt mark fyrir United í Frakklandi Nordic Photos / Getty Images Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 0-0 í spennuleik á Emirates þar sem bæði lið léku mjög varlega. Arsenal fékk nóg af færum til að tryggja sér sigurinn í leiknum en vörn Evrópumeistaranna hélt og eru þeir því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Ítalíu. Framherjinn Emmanuel Adebayor fór afar illa að ráði sínu þegar nærri fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skallaði hann í slá fyrir opnu marki. Manchester United komst í hann krappan í Frakklandi þar sem liðið sótti Lyon heim. Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik en Karim Benzema kom Lyon yfir gegn gangi leiksins í þeim síðari. Það var svo hinn magnaði Tevez sem jafnaði fyrir United undir lokin og kom sínum mönnum í ágæta stöðu tili að komast í 8-liða úrslitin þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Glasgow Celtic mátti þola 3-2 tap á heimavelli gegn Barcelona eftir að hafa tvívegis náð forystu í leiknum. Jan Vennegoor of Hesselink kom Celtic yfir á 16. mínútu en Leo Messi jafnaði fyrir Barcelona aðeins tveimur mínútum síðar. Barry Robson kom Celtic í 2-1 á 38. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Thierry Henry jafnaði svo fyrir Barcelona á 52. mínútu og Messi innsiglaði sigur spænska liðisins með heppnismarki á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varramannabekk Barca í kvöld og kom inn fyrir Henry í blálokin, en liðið ætti að vera komið i þægilega stöðu með þessum frækna útisigri. Loks vann tyrkneska liðið Fenerbahce góðan 3-2 sigur á Sevilla en á erfiðan leik fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 0-0 í spennuleik á Emirates þar sem bæði lið léku mjög varlega. Arsenal fékk nóg af færum til að tryggja sér sigurinn í leiknum en vörn Evrópumeistaranna hélt og eru þeir því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Ítalíu. Framherjinn Emmanuel Adebayor fór afar illa að ráði sínu þegar nærri fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skallaði hann í slá fyrir opnu marki. Manchester United komst í hann krappan í Frakklandi þar sem liðið sótti Lyon heim. Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik en Karim Benzema kom Lyon yfir gegn gangi leiksins í þeim síðari. Það var svo hinn magnaði Tevez sem jafnaði fyrir United undir lokin og kom sínum mönnum í ágæta stöðu tili að komast í 8-liða úrslitin þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Glasgow Celtic mátti þola 3-2 tap á heimavelli gegn Barcelona eftir að hafa tvívegis náð forystu í leiknum. Jan Vennegoor of Hesselink kom Celtic yfir á 16. mínútu en Leo Messi jafnaði fyrir Barcelona aðeins tveimur mínútum síðar. Barry Robson kom Celtic í 2-1 á 38. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Thierry Henry jafnaði svo fyrir Barcelona á 52. mínútu og Messi innsiglaði sigur spænska liðisins með heppnismarki á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varramannabekk Barca í kvöld og kom inn fyrir Henry í blálokin, en liðið ætti að vera komið i þægilega stöðu með þessum frækna útisigri. Loks vann tyrkneska liðið Fenerbahce góðan 3-2 sigur á Sevilla en á erfiðan leik fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira