Liverpool í vænlegri stöðu 19. febrúar 2008 21:35 Steven Gerrard Nordic Photos / Getty Images Liverpool 2-0 Inter Milan 1-0 Dirk Kuyt ('85) 2-0 Steven Gerrard ('90) Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn á Anfield var í sjálfu sér ekki mikið fyrir augað og ekki skánaði það þegar gestirnir misstu Marco Materazzi af velli eftir hálftíma leik. Materazzi fékk þá að líta sitt annað gula spjald eftir viðureign við Fernando Torres og uppskar rautt spjald. Ef til vill nokkuð harður dómur, en varamaðurinn Patrick Vieira var líka heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann handlék knöttinn í teignum. Þeir rauðklæddu nýttu sér ekki liðsmuninn fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka þegar skot hollenska framherjans Kuyt hrökk af varnarmanni og í netið. Það var svo fyrirliðinn Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar langskot hans hrökk af stönginni og í netið og ekki hægt að segja að markvörður Inter hafi verið vel með á nótunum. Þetta var fimmta mark fyrirliðans fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur í sjö leikjum - og fimmtugasta mark hans á Anfield á ferlinum. Liverpool má því vel una fyrir síðari leikinn í Mílanó, en gaman verður að sjá hvernig Inter bregst við fyrsta tapi sínu í hvorki meira né minna en fimm mánuði. Roma 2-1 Real Madrid 0-1 Raul ('8) 1-1 David Pizarro ('24) 2-1 Mancini ('58) Roma vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á heimavelli sínum í Róm. Það var markahrókurinn Raul sem kom gestunum reyndar yfir eftir aðeins 8 mínútur með 60. marki sínu í Meistaradeild Evrópu. David Pizarro jafnaði á 24. mínútu. Það var svo Manchini sem skoraði sigurmark Rómverja á 58. mínútu og þar við sat, en Madridarmenn gætu verið verr settir með mark á útivelli fyrir síðari leikinn á Spáni. Olympiakos 0-0 Chelsea Olympiakos og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í Grikklandi þar sem frammistaða gestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. John Terry, Frank Lampard og Nicolas Anelka voru ekki í byrjunarliði Chelsea, en þeir tveir síðastnefndu náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeim var skipti inn á. Didier Drogba var á sínum stað í liði Chelsea en virkaði meiddur og náði lítið að sýna. Schalke 1-0 Porto 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Loks vann þýska liðið Schalke 1-0 sigur á Porto frá Portúgal þar sem framherjinn Kevin Kuranyi skoraði sigurmark heimamanna. Porto-menn voru mun meira með boltann í leiknum og áttu helmingi fleiri marktilraunir en heimamenn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira
Liverpool 2-0 Inter Milan 1-0 Dirk Kuyt ('85) 2-0 Steven Gerrard ('90) Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn á Anfield var í sjálfu sér ekki mikið fyrir augað og ekki skánaði það þegar gestirnir misstu Marco Materazzi af velli eftir hálftíma leik. Materazzi fékk þá að líta sitt annað gula spjald eftir viðureign við Fernando Torres og uppskar rautt spjald. Ef til vill nokkuð harður dómur, en varamaðurinn Patrick Vieira var líka heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann handlék knöttinn í teignum. Þeir rauðklæddu nýttu sér ekki liðsmuninn fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka þegar skot hollenska framherjans Kuyt hrökk af varnarmanni og í netið. Það var svo fyrirliðinn Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar langskot hans hrökk af stönginni og í netið og ekki hægt að segja að markvörður Inter hafi verið vel með á nótunum. Þetta var fimmta mark fyrirliðans fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur í sjö leikjum - og fimmtugasta mark hans á Anfield á ferlinum. Liverpool má því vel una fyrir síðari leikinn í Mílanó, en gaman verður að sjá hvernig Inter bregst við fyrsta tapi sínu í hvorki meira né minna en fimm mánuði. Roma 2-1 Real Madrid 0-1 Raul ('8) 1-1 David Pizarro ('24) 2-1 Mancini ('58) Roma vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á heimavelli sínum í Róm. Það var markahrókurinn Raul sem kom gestunum reyndar yfir eftir aðeins 8 mínútur með 60. marki sínu í Meistaradeild Evrópu. David Pizarro jafnaði á 24. mínútu. Það var svo Manchini sem skoraði sigurmark Rómverja á 58. mínútu og þar við sat, en Madridarmenn gætu verið verr settir með mark á útivelli fyrir síðari leikinn á Spáni. Olympiakos 0-0 Chelsea Olympiakos og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í Grikklandi þar sem frammistaða gestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. John Terry, Frank Lampard og Nicolas Anelka voru ekki í byrjunarliði Chelsea, en þeir tveir síðastnefndu náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeim var skipti inn á. Didier Drogba var á sínum stað í liði Chelsea en virkaði meiddur og náði lítið að sýna. Schalke 1-0 Porto 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Loks vann þýska liðið Schalke 1-0 sigur á Porto frá Portúgal þar sem framherjinn Kevin Kuranyi skoraði sigurmark heimamanna. Porto-menn voru mun meira með boltann í leiknum og áttu helmingi fleiri marktilraunir en heimamenn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira