Handbolti

Andri Berg ekki í bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andri Berg Haraldsson í leik með Fram.
Andri Berg Haraldsson í leik með Fram. Mynd/Arnþór

Aganefnd HSÍ ákvað á fundi sínum í dag að dæma Andra Berg Haraldsson ekki í bann vegna útilokunar sem hann fékk í leik Fram og Akureyrar í síðustu viku.

Nikola Jankovic, leikmaður Akureyrar, fékk hins vegar tveggja leikja bann fyrir útilokun í sama leik. Það var einmitt hann sem gaf Andra Berg hnefahögg í fyrri hálfleik en Andra var í kjölfarið vísað af velli, eins og sjá má í myndbandi í frétt hér fyrir neðan.

Fram kom í niðurstöðu aganefndar að dómarar leiksins hafi sent inn greinagerð þar sem fram kemur að leikmaðurinn hafi ekki gert neitt til að verðskulda rautt spjald.

Niðurstaðan í heild sinni:

„Andri Berg Haraldsson leikmaður Fram fékk útilokun í leik Fram og Akureyrar í M.fl. ka. 13.02.08. Dómarar leiksins hafa sent inn greinargerð þar sem fram kemur að, að athuguðu máli geti þeir ekki séð að það hafi neitt komið fram sem verðskuldi að leikmaðurinn fengi rautt spjald. Aganefnd lítur því svo á að dómarar hafi þar með viðurkennt að hafa gert mistök með því að beita leikmannin útilokun á þessum tímapunkti í leiknum þó refsingunni hafi verið beitt í góðri trú miðað við hvernig þeir upplifðu atvik það er um ræðir. Það er ekki hlutverk Aganefndar að meta hvort þær refsingar sem dómarar beita séu réttar eða rangar en ber aðeins að taka mið af refsingunum og úrskurða eftir þeim og það getur því aldrei verið hlutverk nefndarinna að skoða leiki á myndbandi til þess að meta ákvarðanir dómara. Heimild Aganefndar í grein 8.2.2 á fyrst og fremst við þegar um mjög alvarleg brot er að ræða og fyrst og fremst ætluð til þyngingar refsingar og þá oftast vegna brota sem hafa farið framhjá dómurum leiksins, ekki til að draga í efa ákvarðanir þeirra.

Vegna yfirlýsingar dómara um mistök í dómgæslu er það álit Aganefndar að ekki sé rétt að úrskurða leikmanninn Andra Berg Haraldsson í leikbann vegna þessa atviks."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×