Stjörnuleikurinn í beinni á Sýn í nótt

Stjörnuleikurinn í NBA deildinni verður í beinni útsendingu á Sýn í nótt klukkan eitt eftir miðnætti. Þar mætast skærustu stjörnur deildarinnar í árlegri viðureign úrvalsliða Austur- og Vesturdeildar, þar sem sóknarleikur og tilþrif eru í hávegum höfð.