Ofbeldismenn fái harðari refsingu 15. febrúar 2008 11:12 Hatton vill leggja sitt af mörkum til að bregðast við auknu unglingaofbeldi í Manchester Nordic Photos / Getty Images Hnefaleikarinn Ricky Hatton frá Manchester segir að taka verði baráttuna gegn ofbeldi í Bretlandi fastari tökum eftir að hópur unglinga réðist á mann í borginni um helgina með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hatton fór sjálfur á grannaslag Manchester United og City um helgina og sagði að þó áhorfendur á leiknum hefðu hagað sér vel - hefði sér ofboðið fréttin af ungum lögfræðingi sem var laminn til óbóta á leið sinni heim af knæpu síðar um kvöldið. David Burns, sem er nýútskrifaður lögfræðingur, varð viðskila við félaga sína eftir að hafa setið við drykkju eftir leikinn. Hópur ungra og hettuklæddra ungmenna réðist á hann, barði hann í götuna og lét höggin dynja á honum. Óttast er að hann muni hljóta heilaskaða. Hnefaleikarinn Hatton sagði sér hafa blöskrað við þessi tíðindi - enda hafi hann sjálfur fengið sér drykk á þessari sömu krá aðeins tveimur tímum áður. "Ég skemmti mér konunglega á leiknum en svo frétti ég daginn eftir að maður hefði verið laminn illa á götunni og ég kenni í brjóst um hann og fjölskyldu hans. Við getum ekki horft lengur framhjá því sem er að gerast. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað les maður um unglinga sem eru að ganga í skrokk á fólki og drepa það," sagði Hatton, sem vill herða refsingar ofbeldismanna og gera víðtækara átak. Það er ekki nóg að slá á puttana á þessum mönnum - við verðum að setja sterk fordæmi og herða refsingar. Það er samt ekki nóg, því foreldrar og skólayfirvöld verða að herða aga. Svo þarf líka að vera meiri löggæsla, það er ekki tækt að unglingar séu hangandi í stórum hópum á hverju götuhorni - þó vissulega séu þeir ekki allir afbrotamenn," sagði Hatton. Hatton ætlar að einbeita sér að því að vinna með unglingum þegar hann leggur hanskana á hilluna. "Þegar ég var ungur, sá maður aldrei svona lagað, en þá virtust líka vera félagsmiðstöðvar á hverju strái. Ég ætla að gerast þjálfari þegar ég hætti að boxa og ekki bara fyrir atvinnumenn, heldur líka fyrir áhugamenn." "Þessir krakkar þurfa að fá útrás fyrir gremju sína og finna sér heilbrigðar fyrirmyndir og það eru mörg dæmi þess að vandræðagemlingar hafi orðið að heiðursmönnum við þessar aðstæður. Ég vil skila einhverju til samfélagsins og reyna að uppræta þennan leiða í unglingum sem breytir þeim í hrotta," sagði hnefaleikarinn litríki í samtali við Sun. Box Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Hnefaleikarinn Ricky Hatton frá Manchester segir að taka verði baráttuna gegn ofbeldi í Bretlandi fastari tökum eftir að hópur unglinga réðist á mann í borginni um helgina með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hatton fór sjálfur á grannaslag Manchester United og City um helgina og sagði að þó áhorfendur á leiknum hefðu hagað sér vel - hefði sér ofboðið fréttin af ungum lögfræðingi sem var laminn til óbóta á leið sinni heim af knæpu síðar um kvöldið. David Burns, sem er nýútskrifaður lögfræðingur, varð viðskila við félaga sína eftir að hafa setið við drykkju eftir leikinn. Hópur ungra og hettuklæddra ungmenna réðist á hann, barði hann í götuna og lét höggin dynja á honum. Óttast er að hann muni hljóta heilaskaða. Hnefaleikarinn Hatton sagði sér hafa blöskrað við þessi tíðindi - enda hafi hann sjálfur fengið sér drykk á þessari sömu krá aðeins tveimur tímum áður. "Ég skemmti mér konunglega á leiknum en svo frétti ég daginn eftir að maður hefði verið laminn illa á götunni og ég kenni í brjóst um hann og fjölskyldu hans. Við getum ekki horft lengur framhjá því sem er að gerast. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað les maður um unglinga sem eru að ganga í skrokk á fólki og drepa það," sagði Hatton, sem vill herða refsingar ofbeldismanna og gera víðtækara átak. Það er ekki nóg að slá á puttana á þessum mönnum - við verðum að setja sterk fordæmi og herða refsingar. Það er samt ekki nóg, því foreldrar og skólayfirvöld verða að herða aga. Svo þarf líka að vera meiri löggæsla, það er ekki tækt að unglingar séu hangandi í stórum hópum á hverju götuhorni - þó vissulega séu þeir ekki allir afbrotamenn," sagði Hatton. Hatton ætlar að einbeita sér að því að vinna með unglingum þegar hann leggur hanskana á hilluna. "Þegar ég var ungur, sá maður aldrei svona lagað, en þá virtust líka vera félagsmiðstöðvar á hverju strái. Ég ætla að gerast þjálfari þegar ég hætti að boxa og ekki bara fyrir atvinnumenn, heldur líka fyrir áhugamenn." "Þessir krakkar þurfa að fá útrás fyrir gremju sína og finna sér heilbrigðar fyrirmyndir og það eru mörg dæmi þess að vandræðagemlingar hafi orðið að heiðursmönnum við þessar aðstæður. Ég vil skila einhverju til samfélagsins og reyna að uppræta þennan leiða í unglingum sem breytir þeim í hrotta," sagði hnefaleikarinn litríki í samtali við Sun.
Box Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira