Ofbeldismenn fái harðari refsingu 15. febrúar 2008 11:12 Hatton vill leggja sitt af mörkum til að bregðast við auknu unglingaofbeldi í Manchester Nordic Photos / Getty Images Hnefaleikarinn Ricky Hatton frá Manchester segir að taka verði baráttuna gegn ofbeldi í Bretlandi fastari tökum eftir að hópur unglinga réðist á mann í borginni um helgina með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hatton fór sjálfur á grannaslag Manchester United og City um helgina og sagði að þó áhorfendur á leiknum hefðu hagað sér vel - hefði sér ofboðið fréttin af ungum lögfræðingi sem var laminn til óbóta á leið sinni heim af knæpu síðar um kvöldið. David Burns, sem er nýútskrifaður lögfræðingur, varð viðskila við félaga sína eftir að hafa setið við drykkju eftir leikinn. Hópur ungra og hettuklæddra ungmenna réðist á hann, barði hann í götuna og lét höggin dynja á honum. Óttast er að hann muni hljóta heilaskaða. Hnefaleikarinn Hatton sagði sér hafa blöskrað við þessi tíðindi - enda hafi hann sjálfur fengið sér drykk á þessari sömu krá aðeins tveimur tímum áður. "Ég skemmti mér konunglega á leiknum en svo frétti ég daginn eftir að maður hefði verið laminn illa á götunni og ég kenni í brjóst um hann og fjölskyldu hans. Við getum ekki horft lengur framhjá því sem er að gerast. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað les maður um unglinga sem eru að ganga í skrokk á fólki og drepa það," sagði Hatton, sem vill herða refsingar ofbeldismanna og gera víðtækara átak. Það er ekki nóg að slá á puttana á þessum mönnum - við verðum að setja sterk fordæmi og herða refsingar. Það er samt ekki nóg, því foreldrar og skólayfirvöld verða að herða aga. Svo þarf líka að vera meiri löggæsla, það er ekki tækt að unglingar séu hangandi í stórum hópum á hverju götuhorni - þó vissulega séu þeir ekki allir afbrotamenn," sagði Hatton. Hatton ætlar að einbeita sér að því að vinna með unglingum þegar hann leggur hanskana á hilluna. "Þegar ég var ungur, sá maður aldrei svona lagað, en þá virtust líka vera félagsmiðstöðvar á hverju strái. Ég ætla að gerast þjálfari þegar ég hætti að boxa og ekki bara fyrir atvinnumenn, heldur líka fyrir áhugamenn." "Þessir krakkar þurfa að fá útrás fyrir gremju sína og finna sér heilbrigðar fyrirmyndir og það eru mörg dæmi þess að vandræðagemlingar hafi orðið að heiðursmönnum við þessar aðstæður. Ég vil skila einhverju til samfélagsins og reyna að uppræta þennan leiða í unglingum sem breytir þeim í hrotta," sagði hnefaleikarinn litríki í samtali við Sun. Box Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Hnefaleikarinn Ricky Hatton frá Manchester segir að taka verði baráttuna gegn ofbeldi í Bretlandi fastari tökum eftir að hópur unglinga réðist á mann í borginni um helgina með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hatton fór sjálfur á grannaslag Manchester United og City um helgina og sagði að þó áhorfendur á leiknum hefðu hagað sér vel - hefði sér ofboðið fréttin af ungum lögfræðingi sem var laminn til óbóta á leið sinni heim af knæpu síðar um kvöldið. David Burns, sem er nýútskrifaður lögfræðingur, varð viðskila við félaga sína eftir að hafa setið við drykkju eftir leikinn. Hópur ungra og hettuklæddra ungmenna réðist á hann, barði hann í götuna og lét höggin dynja á honum. Óttast er að hann muni hljóta heilaskaða. Hnefaleikarinn Hatton sagði sér hafa blöskrað við þessi tíðindi - enda hafi hann sjálfur fengið sér drykk á þessari sömu krá aðeins tveimur tímum áður. "Ég skemmti mér konunglega á leiknum en svo frétti ég daginn eftir að maður hefði verið laminn illa á götunni og ég kenni í brjóst um hann og fjölskyldu hans. Við getum ekki horft lengur framhjá því sem er að gerast. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað les maður um unglinga sem eru að ganga í skrokk á fólki og drepa það," sagði Hatton, sem vill herða refsingar ofbeldismanna og gera víðtækara átak. Það er ekki nóg að slá á puttana á þessum mönnum - við verðum að setja sterk fordæmi og herða refsingar. Það er samt ekki nóg, því foreldrar og skólayfirvöld verða að herða aga. Svo þarf líka að vera meiri löggæsla, það er ekki tækt að unglingar séu hangandi í stórum hópum á hverju götuhorni - þó vissulega séu þeir ekki allir afbrotamenn," sagði Hatton. Hatton ætlar að einbeita sér að því að vinna með unglingum þegar hann leggur hanskana á hilluna. "Þegar ég var ungur, sá maður aldrei svona lagað, en þá virtust líka vera félagsmiðstöðvar á hverju strái. Ég ætla að gerast þjálfari þegar ég hætti að boxa og ekki bara fyrir atvinnumenn, heldur líka fyrir áhugamenn." "Þessir krakkar þurfa að fá útrás fyrir gremju sína og finna sér heilbrigðar fyrirmyndir og það eru mörg dæmi þess að vandræðagemlingar hafi orðið að heiðursmönnum við þessar aðstæður. Ég vil skila einhverju til samfélagsins og reyna að uppræta þennan leiða í unglingum sem breytir þeim í hrotta," sagði hnefaleikarinn litríki í samtali við Sun.
Box Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Sjá meira