Tottenham og Bolton unnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2008 22:01 Dimitar Berbatov skoraði fyrra mark Tottenham í Prag. Nordic Photos / Getty Images Ensku liðin Tottenham og Bolton unnu bæði viðureignir sínar í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Slavia Prag á útivelli en var engu að síður nálægt því að missa niður unnin leik í jafntefli. En Tottenham náði að innbyrða sigurinn að lokum, 2-1. Þá vann Bolton nauman sigur á Atletico Madrid, 1-0, þar sem hæst bar rauða spjaldið sem Sergio Aguero fékk í síðari hálfleik en Bolton skoraði svo strax í kjölfarið. Tottenham fékk óskabyrjun í Prag þar sem að Dimitar Berbatov skoraði með laglegu skoti strax á fjórðu mínútu. Heimamenn héldu þó haus og reyndu að sækja af fremsta megni. En agaður sóknarleikur Tottenham skilaði liðinu öðru marki áður en hálfleikurinn var liðinn. Jermaine Jenas átti þátt í fyrra markinu og lagði upp það síðara fyrir Robbie Keane sem kláraði færið af miklum sóma. Tottenham hafði þó mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu þess vegna getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem komu. Gestirnir höfðu áfram yfirburði í upphafi síðari hálfleiksins í Prag en mistök Radek Cerny gerði það að verkum að leikmenn Slavia komust aftur inn í leikinn. Cerny misti af fyrirgjöf og David Strihavka nýtti sér gjöfina og kom heimamönnum á blað á 69. mínútu. Berbatov fékk nokkur færi til að bæta í forystu Tottenham en heimamenn voru einnig nálægt því að jafna metin. Allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan góður sigur Tottenham í Prag. Staðan í viðureign Bolton og Atletico Madrid var markalaus í fyrri hálfleik en bæði lið fengu þó sín færi. Leikmenn Atletico voru þó með yfirburði í síðari hálfleik allt þar til Sergio Aguero braut á Matt Taylor um miðjan síðari hálfleikinn. Aguero gerði svo eitthvað sem verðskuldaði rautt spjald. Vangaveltur voru um að hann hefði hrækt á annan aðstoðardómara leiksins. Til að bæta gráu á svart skoraði Bolton eina mark leiksins úr kjölfarið en El Hadji Diouf var þar að verki á 74. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan afar sætur sigur Bolton á heimavelli. Úrslit annarra leikja í kvöld: Aberdeen - Bayern München 2-2 Zürich - Hamburg 1-3 Rosenborg - Fiorentina 0-1 Benfica - Nürnberg (1-0, leik ekki lokið) Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Ensku liðin Tottenham og Bolton unnu bæði viðureignir sínar í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Slavia Prag á útivelli en var engu að síður nálægt því að missa niður unnin leik í jafntefli. En Tottenham náði að innbyrða sigurinn að lokum, 2-1. Þá vann Bolton nauman sigur á Atletico Madrid, 1-0, þar sem hæst bar rauða spjaldið sem Sergio Aguero fékk í síðari hálfleik en Bolton skoraði svo strax í kjölfarið. Tottenham fékk óskabyrjun í Prag þar sem að Dimitar Berbatov skoraði með laglegu skoti strax á fjórðu mínútu. Heimamenn héldu þó haus og reyndu að sækja af fremsta megni. En agaður sóknarleikur Tottenham skilaði liðinu öðru marki áður en hálfleikurinn var liðinn. Jermaine Jenas átti þátt í fyrra markinu og lagði upp það síðara fyrir Robbie Keane sem kláraði færið af miklum sóma. Tottenham hafði þó mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu þess vegna getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem komu. Gestirnir höfðu áfram yfirburði í upphafi síðari hálfleiksins í Prag en mistök Radek Cerny gerði það að verkum að leikmenn Slavia komust aftur inn í leikinn. Cerny misti af fyrirgjöf og David Strihavka nýtti sér gjöfina og kom heimamönnum á blað á 69. mínútu. Berbatov fékk nokkur færi til að bæta í forystu Tottenham en heimamenn voru einnig nálægt því að jafna metin. Allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan góður sigur Tottenham í Prag. Staðan í viðureign Bolton og Atletico Madrid var markalaus í fyrri hálfleik en bæði lið fengu þó sín færi. Leikmenn Atletico voru þó með yfirburði í síðari hálfleik allt þar til Sergio Aguero braut á Matt Taylor um miðjan síðari hálfleikinn. Aguero gerði svo eitthvað sem verðskuldaði rautt spjald. Vangaveltur voru um að hann hefði hrækt á annan aðstoðardómara leiksins. Til að bæta gráu á svart skoraði Bolton eina mark leiksins úr kjölfarið en El Hadji Diouf var þar að verki á 74. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan afar sætur sigur Bolton á heimavelli. Úrslit annarra leikja í kvöld: Aberdeen - Bayern München 2-2 Zürich - Hamburg 1-3 Rosenborg - Fiorentina 0-1 Benfica - Nürnberg (1-0, leik ekki lokið)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira