NBA í nótt: Lakers á flugi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2008 09:15 Kobe Bryant gat leyft sér að brosa í nótt. Nordic Photos / Getty Images Allt virðist ganga LA Lakers í haginn eftir að Pau Gasol gekk til liðs við félagið en félagið vann sinn þriðja útivallarsigur í röð í nótt. Lakers vann Charlotte Bobcats, 106-97. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og Pau Gasol 26 stig. Þeir virðast ná afar vel saman á vellinum enda sjálfsagt fáir jafn ánægðir með komu Gasol og Bryant sjálfur. „Hin liðin þurfa nú að hafa mikið fyrir okkur eftir að Pau kom til okkar," sagði Bryant. Lakers setti þó ekki gallalausa sýningu á svið í gær og var nærri búið að gefa alla forystuna frá sér er Charlotte skoraði þrettán stig í röð í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í 89-86. En þá tók Bryant til sinna mála og kláraði í raun leikinn fyrir Lakers. Þetta var líka þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Raymond Felton skoraði 29 stig fyrir Charlotte og gaf þar að auki átta stoðsendingar. Nazr Mohammad skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst. Houston vann góðan sigur á Portland, 95-83. Yao Ming skoraði 25 stig í leiknum og stýrði sínum mönnum í Houston til síns sjöunda sigurs í röð. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig fyrir Portland en Brandon Roy lék á nýjan leik með liðinu eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna dauðsfalls í fjölskyldu hans. Cleveland vann Orlando á útivelli, 118-111. Larry Hughes minnti rækilega á sig og skoraði 40 stig og LeBron James var með 29 stig, tíu stoðsendingar og sjö fráköst. San Antonio vann fimm stiga sigur á Toronto á útivelli, 93-88. Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Hann tók einnig fimmtán fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Philadelphia vann sinn fjórða leik í röð, í þetta sinn á Dallas, 84-76. Andre Miller skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Golden State vann Washington, 120-117, er Stephen Jackson skoraði 41 stig fyrir fyrrnefnda liðið - þar af sextán í fjórða leikhluta en Golden State var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Þetta var áttundi tapleikur Washington í röð. LA Clippers vann sjö stiga sigur á Milwaukee, 96-89. NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Allt virðist ganga LA Lakers í haginn eftir að Pau Gasol gekk til liðs við félagið en félagið vann sinn þriðja útivallarsigur í röð í nótt. Lakers vann Charlotte Bobcats, 106-97. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og Pau Gasol 26 stig. Þeir virðast ná afar vel saman á vellinum enda sjálfsagt fáir jafn ánægðir með komu Gasol og Bryant sjálfur. „Hin liðin þurfa nú að hafa mikið fyrir okkur eftir að Pau kom til okkar," sagði Bryant. Lakers setti þó ekki gallalausa sýningu á svið í gær og var nærri búið að gefa alla forystuna frá sér er Charlotte skoraði þrettán stig í röð í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í 89-86. En þá tók Bryant til sinna mála og kláraði í raun leikinn fyrir Lakers. Þetta var líka þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Raymond Felton skoraði 29 stig fyrir Charlotte og gaf þar að auki átta stoðsendingar. Nazr Mohammad skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst. Houston vann góðan sigur á Portland, 95-83. Yao Ming skoraði 25 stig í leiknum og stýrði sínum mönnum í Houston til síns sjöunda sigurs í röð. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig fyrir Portland en Brandon Roy lék á nýjan leik með liðinu eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna dauðsfalls í fjölskyldu hans. Cleveland vann Orlando á útivelli, 118-111. Larry Hughes minnti rækilega á sig og skoraði 40 stig og LeBron James var með 29 stig, tíu stoðsendingar og sjö fráköst. San Antonio vann fimm stiga sigur á Toronto á útivelli, 93-88. Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Hann tók einnig fimmtán fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Philadelphia vann sinn fjórða leik í röð, í þetta sinn á Dallas, 84-76. Andre Miller skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Golden State vann Washington, 120-117, er Stephen Jackson skoraði 41 stig fyrir fyrrnefnda liðið - þar af sextán í fjórða leikhluta en Golden State var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Þetta var áttundi tapleikur Washington í röð. LA Clippers vann sjö stiga sigur á Milwaukee, 96-89.
NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga