Ráðleysi í Ráðhúsinu 9. febrúar 2008 13:40 Of mikill hraði við undirbúning sameiningar Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu stýrihóps borgarráðs um málið. Borgarfulltrúarnir í stýrihópnum ætluð sér greinilega ekki að falla í sömu gryfju og tóku sér sér tæpa fjóra mánuði í skýrslugerðina. Þrátt fyrir rúman tíma eru niðurstöðurnar furðu afdráttarlitlar. Eftir lestur á skýrslunni má efast um að einhverjar vikur til eða frá hefðu skipt máli þegar stóð til að sameina REI og GGE. Tími og afdráttarlausar niðurstöðurm virðast ekki fara saman í þessum hópi. Skýringin á mildileika skýrslunnar er örugglega sú að REImálið er í baksýnispeglinum afspyrnuvont fyrir alla sem að því komu. Gleymum því ekki að þegar áform um framtíð REI voru afgreidd í stjórn Orkuveitunnar var enginn þeim mótfallinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar greiddu þeim atkvæði sitt og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Allir þessir flokkar bera fulla ábyrgð á samkomulaginu um rétt útvalinna starfsmanna Orkuveitunnar til að kaupa í REI. Þann sama rétt og Svandís Svavarsdóttir hefur kennt við græðgi og olli hvað mestu uppnámi í þjóðfélaginu. Á Svandís þó sinn hlut í þeim samningum. Það gerðist þegar hún og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, létu breyta listanum yfir hverjir máttu kaupa. Við þann gjörninginn skildu þær eftir óafmáanleg fingraför af gjörningnum, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru þó sannarlega höfundar að. Kafli skýrslunnar um stjórnendur REI og Orkuveitunnar er sérlega óþægilegur aflestrar. Vond er tilhugsunin um að starfsmenn í opinberu fyrirtæki hafi ætlað að hagnast á stöðu sinni umfram hefðbundin laun. Verra er þó að sjá kjörna fulltrúa, sem bera ábyrgð gagnvart kjósendum, reyna að beina ábyrgðinni frá sér og að þessum starfsmönnum. Ítrekað hefur komið fram að stjórnendur Orkuveitunnar og REI unnu náið með fulltrúum meirihlutans, sem voru að fullu upplýstir um gang mála á öllum stigum. Auðvitað var það á ábyrgð viðkomandi fulltrúa að upplýsa sín flokkssystkini um hvað var að gerast. Það gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ekki síðastliðið haust og þess vegna fór borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna á hliðina með þekktum afleiðingum. Og staðreyndin er sú að þótt skýrsla stýrihópsins hafi yfir sér mikinn málamiðlunarbrag, gildir það ekki um þátt Vilhjálms, þáverandi og yfirlýstan verðandi borgarstjóra. Ef sjálfstæðismenn ætla að halda sig við þau áform að Vilhjálmur setjist aftur í stól borgarstjóra ríkir óskiljanleg sjálfstortímingarhvöt í þeirra röðum. Hann á sér ekki viðreisnar von. Erfitt er að skilja hvað tefur að koma honum frá. Ef Vilhjálmur neitar að víkja, og heldur þar með nýstofnuðum meirihluta í gíslingu, er ekki annað að gera fyrir sjálfstæðismenn en að skilja hann eftir og mynda fjórða meirihlutann á þessu kjörtímabili. Þar gætu setið allir borgarfulltrúar nema Vilhjálmur. Við þær aðstæður væri hægt að leggja af pólitísk hrossakaup um skipulagsmál og húsafriðun og borgarfulltrúar snúið sér að því að vinna að bættum hag borgarbúa. Væri það tími til kominn gæti einhver sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Of mikill hraði við undirbúning sameiningar Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu stýrihóps borgarráðs um málið. Borgarfulltrúarnir í stýrihópnum ætluð sér greinilega ekki að falla í sömu gryfju og tóku sér sér tæpa fjóra mánuði í skýrslugerðina. Þrátt fyrir rúman tíma eru niðurstöðurnar furðu afdráttarlitlar. Eftir lestur á skýrslunni má efast um að einhverjar vikur til eða frá hefðu skipt máli þegar stóð til að sameina REI og GGE. Tími og afdráttarlausar niðurstöðurm virðast ekki fara saman í þessum hópi. Skýringin á mildileika skýrslunnar er örugglega sú að REImálið er í baksýnispeglinum afspyrnuvont fyrir alla sem að því komu. Gleymum því ekki að þegar áform um framtíð REI voru afgreidd í stjórn Orkuveitunnar var enginn þeim mótfallinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar greiddu þeim atkvæði sitt og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Allir þessir flokkar bera fulla ábyrgð á samkomulaginu um rétt útvalinna starfsmanna Orkuveitunnar til að kaupa í REI. Þann sama rétt og Svandís Svavarsdóttir hefur kennt við græðgi og olli hvað mestu uppnámi í þjóðfélaginu. Á Svandís þó sinn hlut í þeim samningum. Það gerðist þegar hún og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, létu breyta listanum yfir hverjir máttu kaupa. Við þann gjörninginn skildu þær eftir óafmáanleg fingraför af gjörningnum, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru þó sannarlega höfundar að. Kafli skýrslunnar um stjórnendur REI og Orkuveitunnar er sérlega óþægilegur aflestrar. Vond er tilhugsunin um að starfsmenn í opinberu fyrirtæki hafi ætlað að hagnast á stöðu sinni umfram hefðbundin laun. Verra er þó að sjá kjörna fulltrúa, sem bera ábyrgð gagnvart kjósendum, reyna að beina ábyrgðinni frá sér og að þessum starfsmönnum. Ítrekað hefur komið fram að stjórnendur Orkuveitunnar og REI unnu náið með fulltrúum meirihlutans, sem voru að fullu upplýstir um gang mála á öllum stigum. Auðvitað var það á ábyrgð viðkomandi fulltrúa að upplýsa sín flokkssystkini um hvað var að gerast. Það gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ekki síðastliðið haust og þess vegna fór borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna á hliðina með þekktum afleiðingum. Og staðreyndin er sú að þótt skýrsla stýrihópsins hafi yfir sér mikinn málamiðlunarbrag, gildir það ekki um þátt Vilhjálms, þáverandi og yfirlýstan verðandi borgarstjóra. Ef sjálfstæðismenn ætla að halda sig við þau áform að Vilhjálmur setjist aftur í stól borgarstjóra ríkir óskiljanleg sjálfstortímingarhvöt í þeirra röðum. Hann á sér ekki viðreisnar von. Erfitt er að skilja hvað tefur að koma honum frá. Ef Vilhjálmur neitar að víkja, og heldur þar með nýstofnuðum meirihluta í gíslingu, er ekki annað að gera fyrir sjálfstæðismenn en að skilja hann eftir og mynda fjórða meirihlutann á þessu kjörtímabili. Þar gætu setið allir borgarfulltrúar nema Vilhjálmur. Við þær aðstæður væri hægt að leggja af pólitísk hrossakaup um skipulagsmál og húsafriðun og borgarfulltrúar snúið sér að því að vinna að bættum hag borgarbúa. Væri það tími til kominn gæti einhver sagt.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun