NBA í nótt: Ótrúlegur leikur í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2008 09:45 Peja Stojakovic bregður á leik eftir að hafa tryggt New Orleans sigur í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix hélt upp á komu Shaquille O'Neal með því að bjóða upp ótrúlegan leik gegn New Orleans í nótt. Leikurinn verður sýndur á Sýn annað kvöld. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var tvíframlengdur og skoraði Peja Stojakovic, leikmaður New Orleans, sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall með skoti rétt innan þriggja stiga línunnar, í nánast ómögulegri stöðu. Þetta var þriðji sigur New Orleans á Phoenix í jafn mörgum leikjum á tímabilinu en hann var mjög tæpur í þetta sinn. New Orlenas var með átta stiga forystu í hálfleik, 63-55, en þurftu samt engu að síður að jafna metin í lok leiksins. Stojakovic var þar að verki. Chris Paul fékk svo tækifæri til að skora sigurkörfu New Orleans í blálokin en hann missti marks. Það var svo Steve Nash sem tryggði Phoenix seinni framlenginguna með þriggja stiga jöfnunarskoti þegar átta sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Leandro Brabosa var svo nýbúinn að jafna metin fyrir Phoenix í seinni framlengingunni þegar að Stojakovic tryggði New Orleans sigur sem fyrr segir. Chris Paul var með 42 stig fyrir New Orleans, Stojakovic 26 stig og Jannero Pargo 22 stig. David West var með 21 stig og þrettán fráköst. Steve Nash var stigahæstur leikmanna Phoenix með 32 stig auk þess sem hann gaf tólf stoðsendingar. Hann tapaði að vísu tíu boltum í leiknum. Amare Stoudamire var með 26 stig og 20 fráköst og þeir Boris Diaw og Barbosa með 22 stig hver. Atlanta vann sinn þriðja sigur í röð í nótt með góðum sigri á LA Lakers, 98-95. Joe Johnson skoraði úr fjórum vítaköstum á síðustu 23 sekúndum leiksins. Hann var stigahæstur með 28 stig en þeir Pau Gasol og Kobe Bryant náðu sér hvorugur almennilega á strik. Gasol hitti úr fimm af fjórtán skotum í leiknum og Bryant úr fjórum af sextán. Lamar Odom var stigahæstur leikmanna Lakers með nítján stig og Derek Fisher skoraði sautján stig. Dallas vann Milwaukee, 107-96, og náði Dirk Nowitzky sinni fyrstu þrefaldri tvennu á ferlinum í NBA-deildinni með því að skora 29 stig, taka tíu fráköst og gefa tólf stoðsendingar. Orlando vann auðveldan sigur á New Jersey, 100-84, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum tólfta leik af síðustu fjórtán. Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. San Antonio vann sigur á Washington, 85-77. Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir San Antonio, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Miami Heat tapaði sínum 20 leik af síðustu 21 í nótt. Í þetta sinn fyrir Detroit, 100-95. Indiana og New York höfðu samanlagt tapað þrettán leikjum í röð þegar liðin mættust í nótt. Svo fór að Indiana vann, 103-100, og tapaði New York þar með sínum sjöunda leik í röð. Úrslit annarra leikja: Boston Celtics - LA Clippers 111-100 Denver Nuggets - Utah Jazz 115-118 Sacramento Kings - Seattle Supersonics 92-105Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 100-97 NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Phoenix hélt upp á komu Shaquille O'Neal með því að bjóða upp ótrúlegan leik gegn New Orleans í nótt. Leikurinn verður sýndur á Sýn annað kvöld. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var tvíframlengdur og skoraði Peja Stojakovic, leikmaður New Orleans, sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall með skoti rétt innan þriggja stiga línunnar, í nánast ómögulegri stöðu. Þetta var þriðji sigur New Orleans á Phoenix í jafn mörgum leikjum á tímabilinu en hann var mjög tæpur í þetta sinn. New Orlenas var með átta stiga forystu í hálfleik, 63-55, en þurftu samt engu að síður að jafna metin í lok leiksins. Stojakovic var þar að verki. Chris Paul fékk svo tækifæri til að skora sigurkörfu New Orleans í blálokin en hann missti marks. Það var svo Steve Nash sem tryggði Phoenix seinni framlenginguna með þriggja stiga jöfnunarskoti þegar átta sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Leandro Brabosa var svo nýbúinn að jafna metin fyrir Phoenix í seinni framlengingunni þegar að Stojakovic tryggði New Orleans sigur sem fyrr segir. Chris Paul var með 42 stig fyrir New Orleans, Stojakovic 26 stig og Jannero Pargo 22 stig. David West var með 21 stig og þrettán fráköst. Steve Nash var stigahæstur leikmanna Phoenix með 32 stig auk þess sem hann gaf tólf stoðsendingar. Hann tapaði að vísu tíu boltum í leiknum. Amare Stoudamire var með 26 stig og 20 fráköst og þeir Boris Diaw og Barbosa með 22 stig hver. Atlanta vann sinn þriðja sigur í röð í nótt með góðum sigri á LA Lakers, 98-95. Joe Johnson skoraði úr fjórum vítaköstum á síðustu 23 sekúndum leiksins. Hann var stigahæstur með 28 stig en þeir Pau Gasol og Kobe Bryant náðu sér hvorugur almennilega á strik. Gasol hitti úr fimm af fjórtán skotum í leiknum og Bryant úr fjórum af sextán. Lamar Odom var stigahæstur leikmanna Lakers með nítján stig og Derek Fisher skoraði sautján stig. Dallas vann Milwaukee, 107-96, og náði Dirk Nowitzky sinni fyrstu þrefaldri tvennu á ferlinum í NBA-deildinni með því að skora 29 stig, taka tíu fráköst og gefa tólf stoðsendingar. Orlando vann auðveldan sigur á New Jersey, 100-84, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum tólfta leik af síðustu fjórtán. Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. San Antonio vann sigur á Washington, 85-77. Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir San Antonio, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Miami Heat tapaði sínum 20 leik af síðustu 21 í nótt. Í þetta sinn fyrir Detroit, 100-95. Indiana og New York höfðu samanlagt tapað þrettán leikjum í röð þegar liðin mættust í nótt. Svo fór að Indiana vann, 103-100, og tapaði New York þar með sínum sjöunda leik í röð. Úrslit annarra leikja: Boston Celtics - LA Clippers 111-100 Denver Nuggets - Utah Jazz 115-118 Sacramento Kings - Seattle Supersonics 92-105Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 100-97
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira