Erlent

Norræni kvikmyndasjóðurinn stækkar

Kvikmyndagerðar- og sjónvarpsfólk fær nú fleiri styrki.
Kvikmyndagerðar- og sjónvarpsfólk fær nú fleiri styrki.

Fjármögnunarmöguleikar norrænna kvikmyndafyrirtækja aukast nú til muna þegar tvær einkareknar sjónvarpsstöðvar ganga til liðs við Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn. Kanal 4 frá Finnlandi og sænska sjónvarpsstöðin Kanal 5 eru nú orðnar aðilar að sjóðnum. Frá þessu er sagt á fréttavefnum Norðurlönd í dag.

Fjárlög Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins námu 71,5 milljónum norskra króna á árinu 2007 og rúmlega 140 kvikmyndaverkefni fengu styrk úr sjóðnum. Hanne Palmquist, framkvæmdastjóri sjóðsins, útskýrir hvernig fjármögnunartækifærin hafa aukist: - Í starfsreglum sjóðsins er lögð mikil áhersla á að framleiðendur hafi samið um sýningar við að minnsta kosti eina sjónvarpsstöð sem er aðili að sjóðnum áður en sótt er um styrk úr sjóðnum.

-Með aðild Kanal 4 frá Finnlandi og sænsku sjónvarpsstöðvarinnar Kanal 5 fjölgar sjónvarpsaðilum sjóðsins úr níu í ellefu, og þar með fjölgar fjárfestum sem norrænir kvikmyndaframleiðendur geta átt samstarf við. Þetta sýnir greinilega að æ fleiri sjónvarpsstöðvar leggja áherslu á að bjóða áhorfendum upp á vandaðar norrænar kvikmyndir, leikna sjónvarpsþætti og heimildakvikmyndir. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki á öllum Norðurlöndunum varðandi fjármögnun á undirbúningi, framleiðslu og dreifingu á leiknum kvikmyndum, sjónvarpsefni og heimildakvikmyndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×