Erlent

Bandaríkjamenn óttast íranska eldflaug

Óli Tynes skrifar
Eldflaugaskotið var sýnt í íranska sjónvarpinu.
Eldflaugaskotið var sýnt í íranska sjónvarpinu.

Bandaríkjamenn eru nokkuð órólegir vegna eldflaugar sem Íranar skutu á loft í dag. Íranar segja að þeir ætli að nota flaugina til þess að skjóta á loft gervihnöttum.

Bandaríkjamenn óttast hinsvegar að þeir geti notað þær fyrir kjarnorkusprengjur sem þeir séu að smíða.

Talsmaður Hvíta hússins sagði á fundi með fréttamönnum að það væri óheppilegt að Íranar skuli halda áfram að þróa langdrægar eldflaugar.

Það verði aðeins til þess fallið að einangra landið enn meira í samfélagi þjóðanna.

Gera má því skóna að Bandaríkjamenn telji þetta styrkja stöðu sína gagnvart því að koma upp eldflaugaskildi í Austur-Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×