Handbolti

Valur vann góðan sigur á Haukum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Eggertsson skoraði sex mörk fyrir Valsmenn í kvöld.
Sigurður Eggertsson skoraði sex mörk fyrir Valsmenn í kvöld. Mynd/Anton
Keppni í N1-deild karla hófst í kvöld á nýjan leik eftir vetrarhlé og hófst á því að Íslandsmeistarar Vals lögðu topplið Hauka með fimm marka mun.

Staðan í hálfleik var 15-12 Valsmönnum í vil.

Baldvin Þorsteinsson var markahæstur Valsmanna með sjö mörk en Sigurður Eggertsson skoraði sex. Sigurður var að leika sinn fyrsta leik með Val í vetur en hann lék með danska liðinu Skanderborg í haust.

Hjá Haukum skoraði Siurbergur Sveinsson átta mörk en þeir Andri Stefan og Gunnar Berg Viktorsson fimm hver.

Haukar hafa enn fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en nú geta Fram og Stjarnan minnkað þann mun í tvö stig.

Síðastnefndu tvö liðin eru með nítján stig en Valur er einnig með nítján eftir leik kvöldsins.

Á morgun tekur ÍBV á móti Fram. Tveir leikir verða svo á sunnudaginn - Afturelding mætir Akureyri og HK tekur á móti Stjörnunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×