Allar æfingar, tímataka og kappakstur á Sýn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2008 21:51 Kimi Raikkonen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlunni. Nordic Photos / AFP Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýnt beint frá öllum æfingum á mótsstöðum í Formúlu 1 á keppnistímabilinu, auk þess að sýna frá tímatökum og kappakstri. Auk þessa verða sérstakir þættir á fimmtudagskvöldum, þar sem hitað verður upp fyrir helgina framundan. Sjá má tímasetningar fyrir útsendingar Sýnar á mótaskránni á kappakstur.is. Í þættinum á fimmtudag verða gestir kallaðir til og mótsstaður kynntur í máli og myndum. Þá verður rætt við ökumenn, tæknimenn og aðstandendur liðanna um viðkomandi mót. Sýndar verða grafískar skýringar og gestir í sjónvarpssal aka kappaksturbrautina í kapp við klukkuna í ökuhermi. Þá verða gestir kallaðar til frá höfuborgarsvæðinu og ekki síður landsbyggðinni, auk þekktra gesta víðsvegar af landinu. Þátturinn verður á mennlegu nótunum og komið víða við, og Íslendingar sem búa á mótsstöðum eða hafa komið á viðkomandi brautir kallaðir til. . Á föstudag verður sýnt beint frá báðum æfingum á Sýn og er það nýmæli hérlendis. Þennan dag nota ökumenn til að fínpússa bíla sína og stilla þeim upp fyrir viðkomandi braut. Oft lenda menn í ógöngum á þessum æfingum, bílar bila og ökumenn keyra bíla sína til hins ýtrasta til að finna mörkin fyrir lokaæfinguna og tímatökuna. Morgunæfingin á laugardag verða sýnd beint á Sýn. Þá stilla ökumenn bíla sína upp fyrir tímatökuna. Tímatakan er einnig sýnd beint og verður upphitun á undan henni þar sem farið verður yfir gang mála fyrir tímatökuna og tölfræði skoðuð gaumgæfilega. Sýnt verður frá blaðamannafundi keppenda eftir kapphlaupið um besta tíma í tímatökunni. Á sunnudag verður hálftíma upphitun fyrir kappaksturinn. Gestir verða í sjónvarpssal og sýnt frá viðkomandi móti árið áður, ummæli ökumanna fyrir mótshelgina og eftir tímatökuna sýnd og skilgreind. Þá verður farið í brautarlýsingu og tölfræði fyrir keppnina. Sýnt verður frá blaðamannafundi eftir keppnina og farið yfir mótið á myndrænan hátt að því loknu. Á sunnudagskvöld er sérstakur umræðuþáttur, þar sem farið er yfir mótshelgina, sýnt frá tímatöku og kappakstri og helstu viðburðum helgarinnar. Gestir verða í sjónvarpssal og verður mótið krufið til mergjar og hitað upp fyrir næstu keppni á líflegan hátt. Umsjónarmenn Formúlu 1 á Sýn verða Gunnlaugur Rögnvaldsson og Rúnar Jónsson, en auk þeirra verður kallaðir til fjöldi gesta og áhugamanna um Formúlu 1. Áhugasamir geta sent inn ábendingar um góða gesti á tölvupóstfangið formula1@syn.is Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýnt beint frá öllum æfingum á mótsstöðum í Formúlu 1 á keppnistímabilinu, auk þess að sýna frá tímatökum og kappakstri. Auk þessa verða sérstakir þættir á fimmtudagskvöldum, þar sem hitað verður upp fyrir helgina framundan. Sjá má tímasetningar fyrir útsendingar Sýnar á mótaskránni á kappakstur.is. Í þættinum á fimmtudag verða gestir kallaðir til og mótsstaður kynntur í máli og myndum. Þá verður rætt við ökumenn, tæknimenn og aðstandendur liðanna um viðkomandi mót. Sýndar verða grafískar skýringar og gestir í sjónvarpssal aka kappaksturbrautina í kapp við klukkuna í ökuhermi. Þá verða gestir kallaðar til frá höfuborgarsvæðinu og ekki síður landsbyggðinni, auk þekktra gesta víðsvegar af landinu. Þátturinn verður á mennlegu nótunum og komið víða við, og Íslendingar sem búa á mótsstöðum eða hafa komið á viðkomandi brautir kallaðir til. . Á föstudag verður sýnt beint frá báðum æfingum á Sýn og er það nýmæli hérlendis. Þennan dag nota ökumenn til að fínpússa bíla sína og stilla þeim upp fyrir viðkomandi braut. Oft lenda menn í ógöngum á þessum æfingum, bílar bila og ökumenn keyra bíla sína til hins ýtrasta til að finna mörkin fyrir lokaæfinguna og tímatökuna. Morgunæfingin á laugardag verða sýnd beint á Sýn. Þá stilla ökumenn bíla sína upp fyrir tímatökuna. Tímatakan er einnig sýnd beint og verður upphitun á undan henni þar sem farið verður yfir gang mála fyrir tímatökuna og tölfræði skoðuð gaumgæfilega. Sýnt verður frá blaðamannafundi keppenda eftir kapphlaupið um besta tíma í tímatökunni. Á sunnudag verður hálftíma upphitun fyrir kappaksturinn. Gestir verða í sjónvarpssal og sýnt frá viðkomandi móti árið áður, ummæli ökumanna fyrir mótshelgina og eftir tímatökuna sýnd og skilgreind. Þá verður farið í brautarlýsingu og tölfræði fyrir keppnina. Sýnt verður frá blaðamannafundi eftir keppnina og farið yfir mótið á myndrænan hátt að því loknu. Á sunnudagskvöld er sérstakur umræðuþáttur, þar sem farið er yfir mótshelgina, sýnt frá tímatöku og kappakstri og helstu viðburðum helgarinnar. Gestir verða í sjónvarpssal og verður mótið krufið til mergjar og hitað upp fyrir næstu keppni á líflegan hátt. Umsjónarmenn Formúlu 1 á Sýn verða Gunnlaugur Rögnvaldsson og Rúnar Jónsson, en auk þeirra verður kallaðir til fjöldi gesta og áhugamanna um Formúlu 1. Áhugasamir geta sent inn ábendingar um góða gesti á tölvupóstfangið formula1@syn.is
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira