Erlent

Stálu pörtum af 244 líkum

Óli Tynes skrifar
Hringurinn keypti lík af útfararstofum.
Hringurinn keypti lík af útfararstofum.

Hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum hefur játað að hafa stolið líkamshlutum af 244 líkum. Lee Cruceta tók einnig þátt í að falsa pappíra til þess að hægt væri að selja þessa líkamshluta til nota í sjúklingum. Sumir líkamshlutanna voru sýktir.

Hringurinn sem Cruceta tilheyrði keypt lík af útfararstofum fyrir um eittþúsund dollara stykkið. Líkin voru svo bútuð niður og seld vefjabönkum fyrir allt að 10 þúsund dollar stykkið. Vefjabankarnir seldu stykkin svo áfram til sjúkrahúsa fyrir margfalda þá upphæð.

Rannsókn málsins leiddi í ljós að líkræningjarnir fölsuðu pappíra á margvíslegan hátt. Þeir gáfu til dæmis út ný dánarvottorð til þess að fela sjúkdóma eins og krabbamein og alnæmi. Einnig lækkuðu þeir aldur hina látnu til þess að fá hærra verð fyrir líkamshluta þeirra.

Talið er að yfir 10 þúsund manns hafi fengið líkamsparta eða vefi sem hringurinn prangaði inn á heilbrigðiskerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×