LeBron James valtaði yfir Portland 31. janúar 2008 09:21 LeBron James skorar hér sigurkörfu Cleveland gegn Portland Nordic Photos / Getty Images Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Það fauk í James í fjórða leikhlutanum í nótt þegar miðherjinn Joel Przybilla varði frá honum skot og eftir það héldu honum engin bönd. James skoraði 17 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum - þar af sigurkörfuna þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hirti auk þess 14 fráköst. Portland skoraði aðeins 15 stig í lokaleikhlutanum. Cleveland var mest 14 stigum undir í leiknum gegn Portland liði sem tapaði þarna aðeins fimmta leik sínum á heimavelli í allan vetur. "James var reiður út í sjálfan sig eftir að hann lét verja frá sér skot og eftir það tók hann yfir leikinn," sagði Zydrunas Ilgauskas, liðsfélagi hans. Cleveland hefur unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum og landaði þessum mikilvæga sigri í nótt án tveggja lykilmanna. LaMarcus Aldridge og Brandon Roy skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland. Orlando lagði Miami á heimavelli 107-91 með góðum lokaspretti. Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Miami en Hedo Turkoglu var með 27 stig hjá Orlando. Philadelphia rótburstaði Milwaukee 112-69, en þetta var stærsti sigur Philadelphia síðan liðið flutti í heimahöll sína Wachovia Center og sá stærsti síðan árið 1982. Andre Iguodala skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Royal Ivey 17 fyrir Milwaukee. Toronto hefndi sín rækilega á Washington með 122-83 sigri á heimavelli, en Washington hafði betur í viðureign liðanna í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Andrea Bargnani skoraði 19 stig fyrir Toronto, sem hitti úr 13 af 18 þristum sínum í leiknum. DeShawn Stevenson skoraði 16 stig fyrir Washington. Golden State vann góðan útisigur á New Orleans 116-103. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu unnið níu leiki í röð og höfðu unnið alla 20 leiki sína í vetur þar sem þeir skoruðu 100 stig eða meira. Minnesota heldur áfram að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið góðan heimasigur á meiðslum hrjáðu liði Chicago 83-67. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota eins og endranær og skoraði 26 stig og hirti 20 fráköst. Denver vann nauman sigur á Memphis 106-102 þar sem Allen Iverson tryggði gestunum í Denver sigurinn á vítalínunni í lokin. Iverson skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Memphis. Utah lagði New York 100-89 á heimavelli og vann þarna sjötta leikinn í röð. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Utah en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Sacramento lagði Charlotte 105-91 á heimavelli. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 21 frákast. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte. Loks vann LA Clippers 95-88 sigur á Atlanta á heimavelli. Josh Smith skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir gestina en Al Thornton fór á kostum hjá Clippers með 33 stigum af bekknum. Chris Kaman og Corey Maggette gátu ekki leikið með Clippers vegna flensu. Staðan í NBA NBA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Það fauk í James í fjórða leikhlutanum í nótt þegar miðherjinn Joel Przybilla varði frá honum skot og eftir það héldu honum engin bönd. James skoraði 17 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum - þar af sigurkörfuna þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hirti auk þess 14 fráköst. Portland skoraði aðeins 15 stig í lokaleikhlutanum. Cleveland var mest 14 stigum undir í leiknum gegn Portland liði sem tapaði þarna aðeins fimmta leik sínum á heimavelli í allan vetur. "James var reiður út í sjálfan sig eftir að hann lét verja frá sér skot og eftir það tók hann yfir leikinn," sagði Zydrunas Ilgauskas, liðsfélagi hans. Cleveland hefur unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum og landaði þessum mikilvæga sigri í nótt án tveggja lykilmanna. LaMarcus Aldridge og Brandon Roy skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland. Orlando lagði Miami á heimavelli 107-91 með góðum lokaspretti. Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Miami en Hedo Turkoglu var með 27 stig hjá Orlando. Philadelphia rótburstaði Milwaukee 112-69, en þetta var stærsti sigur Philadelphia síðan liðið flutti í heimahöll sína Wachovia Center og sá stærsti síðan árið 1982. Andre Iguodala skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Royal Ivey 17 fyrir Milwaukee. Toronto hefndi sín rækilega á Washington með 122-83 sigri á heimavelli, en Washington hafði betur í viðureign liðanna í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Andrea Bargnani skoraði 19 stig fyrir Toronto, sem hitti úr 13 af 18 þristum sínum í leiknum. DeShawn Stevenson skoraði 16 stig fyrir Washington. Golden State vann góðan útisigur á New Orleans 116-103. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu unnið níu leiki í röð og höfðu unnið alla 20 leiki sína í vetur þar sem þeir skoruðu 100 stig eða meira. Minnesota heldur áfram að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið góðan heimasigur á meiðslum hrjáðu liði Chicago 83-67. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota eins og endranær og skoraði 26 stig og hirti 20 fráköst. Denver vann nauman sigur á Memphis 106-102 þar sem Allen Iverson tryggði gestunum í Denver sigurinn á vítalínunni í lokin. Iverson skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Memphis. Utah lagði New York 100-89 á heimavelli og vann þarna sjötta leikinn í röð. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Utah en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Sacramento lagði Charlotte 105-91 á heimavelli. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 21 frákast. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte. Loks vann LA Clippers 95-88 sigur á Atlanta á heimavelli. Josh Smith skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir gestina en Al Thornton fór á kostum hjá Clippers með 33 stigum af bekknum. Chris Kaman og Corey Maggette gátu ekki leikið með Clippers vegna flensu. Staðan í NBA
NBA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum