Erlent

Góðir farþegar nú má fækka fötum

Óli Tynes skrifar

Nektarsinnum í Þýskalandi býðst nú að ferðast með flugi í fæðingargallanum einum. Ferðaskrifstofan OssiUrlaub býður upp á berrassað flug frá þýska bænum Erfurt til sumarleyfisstaðarins Usedom við Eystrasalt.

Nektarsinnar eru líklega fleiri í Þýskalandi en flestum öðrum löndum. Þar eru ekki aðeins baðstrendur heldur einnig hótel fyrir fólk sem líður best án fata.

Talsmaður ferðaskrifstofunnar segir að vissar reglur muni gilda um nektarflugið. Farþegarnir megi ekki afklæðast fyrr en þeir séu komnir um borð í flugvélina.

Sömuleiðis verði þeir að klæða sig aftur áður en þeir fara frá borði. Áhöfn vélarinnar mun öllum stundum vera klædd sínum einkennisbúningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×