James hafði betur í einvíginu við Bryant 28. janúar 2008 04:49 LeBron James var frábær gegn Lakers í nótt Nordic Photos / Getty Images Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles. James skoraði 41 stig fyrir Cleveland í leiknum og hirti auk þess 9 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 33 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var fimmti 40 stiga leikur LeBron James í vetur og það var hann sem innsiglaði sigur Cleveland á vítalínunni þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant reyndi að jafna leikinn fyrir heimamenn en fyrsta skot hans var varið og Cleveland hékk á sigrinum. Fresta þurfti leiknum um nokkrar mínútur vegna leka í þakinu á höllinni. Phoenix lagði Chicago á útivelli 88-77 þar sem Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Kirk Hinrich var atkvæðamestur hjá Chicago með 31 stig. Milwaukee lagði Washington 106-102 í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en Caron Butler var með 40 stig og 8 fráköst hjá Washington. Portland vann nauman heimasigur á Atlanta 94-93 þar sem Brandon Roy tryggði heimamönnum sigurinn með góðum lokakafla. Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Joe Johnson var með 19 stig hjá Atlanta. Dallas lagði Denver 90-85 þar sem Denver lék án Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla. Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas. Minnesota færði New Jersey níunda tapið í röð með 98-95 sigri á heimavelli þar sem Al Jefferson átti besta leik sinn á ferlinum fyrir Minnesota þegar hann skoraði 40 stig og hirti 19 fráköst. Richard Jefferson skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Turkoglu skorar sigurkörfuna gegn Boston Turkoglu tryggði Orlando sigur á Boston Mikil dramatík var í Orlando þar sem heimamenn unnu nauman sigur á Boston Celtics 96-93. Það var Hedo Turkoglu sem var hetja heimamanna þegar hann tryggði liðunu sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Turkoglu var stigahæstur í liði Orlando með 27 stig og Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 16 fráköst, en Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 24 stig. Boston lék án Kevin Garnett sem er meiddur og um tíma leit út fyrir öruggan sigur heimamanna sem höfðu á tímabili 16 stiga forstu í síðari hálfleik. "Ég held að Hedo hafi ákveðið að gera þetta dramatískt í lokin til að reyna að ná sér í atkvæði fyrir stjörnuleikinn," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando hlæjandi eftir leikinn. Utah lagði Houston á útivelli 95-89 þar sem Houston lék án Yao Ming sem var veikur. Kyle Korver, Andrei Kirilenko og Deron Williams skoruðu 17 stig fyrir Utah, en Tracy McGrady skoraði 19 af 21 stigi sínu í síðari hálfleik. Golden State vann nauman sigur á New York á heimavelli 106-104. Stephen Jackson skoraði megnið af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum fyrir Golden State, Monta Ellis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst, Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar og Andris Biedrins setti persónulegt met með 11 stigum og 26 fráköstum sem er það mesta sem einn maður hefur frákastað í leik í deildinni í vetur. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 22 stig og 8 stoðsendingar. Loks vann Sacramento nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento en Kevin Durant skoraði 19 stig fyrir heimamenn í Seattle. Þetta var 14. tap Seattle í röð sem er félagsmet. NBA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles. James skoraði 41 stig fyrir Cleveland í leiknum og hirti auk þess 9 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 33 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var fimmti 40 stiga leikur LeBron James í vetur og það var hann sem innsiglaði sigur Cleveland á vítalínunni þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant reyndi að jafna leikinn fyrir heimamenn en fyrsta skot hans var varið og Cleveland hékk á sigrinum. Fresta þurfti leiknum um nokkrar mínútur vegna leka í þakinu á höllinni. Phoenix lagði Chicago á útivelli 88-77 þar sem Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Kirk Hinrich var atkvæðamestur hjá Chicago með 31 stig. Milwaukee lagði Washington 106-102 í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en Caron Butler var með 40 stig og 8 fráköst hjá Washington. Portland vann nauman heimasigur á Atlanta 94-93 þar sem Brandon Roy tryggði heimamönnum sigurinn með góðum lokakafla. Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Joe Johnson var með 19 stig hjá Atlanta. Dallas lagði Denver 90-85 þar sem Denver lék án Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla. Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas. Minnesota færði New Jersey níunda tapið í röð með 98-95 sigri á heimavelli þar sem Al Jefferson átti besta leik sinn á ferlinum fyrir Minnesota þegar hann skoraði 40 stig og hirti 19 fráköst. Richard Jefferson skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Turkoglu skorar sigurkörfuna gegn Boston Turkoglu tryggði Orlando sigur á Boston Mikil dramatík var í Orlando þar sem heimamenn unnu nauman sigur á Boston Celtics 96-93. Það var Hedo Turkoglu sem var hetja heimamanna þegar hann tryggði liðunu sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Turkoglu var stigahæstur í liði Orlando með 27 stig og Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 16 fráköst, en Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 24 stig. Boston lék án Kevin Garnett sem er meiddur og um tíma leit út fyrir öruggan sigur heimamanna sem höfðu á tímabili 16 stiga forstu í síðari hálfleik. "Ég held að Hedo hafi ákveðið að gera þetta dramatískt í lokin til að reyna að ná sér í atkvæði fyrir stjörnuleikinn," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando hlæjandi eftir leikinn. Utah lagði Houston á útivelli 95-89 þar sem Houston lék án Yao Ming sem var veikur. Kyle Korver, Andrei Kirilenko og Deron Williams skoruðu 17 stig fyrir Utah, en Tracy McGrady skoraði 19 af 21 stigi sínu í síðari hálfleik. Golden State vann nauman sigur á New York á heimavelli 106-104. Stephen Jackson skoraði megnið af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum fyrir Golden State, Monta Ellis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst, Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar og Andris Biedrins setti persónulegt met með 11 stigum og 26 fráköstum sem er það mesta sem einn maður hefur frákastað í leik í deildinni í vetur. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 22 stig og 8 stoðsendingar. Loks vann Sacramento nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento en Kevin Durant skoraði 19 stig fyrir heimamenn í Seattle. Þetta var 14. tap Seattle í röð sem er félagsmet.
NBA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira