Erlent

Hillary aftur á sigurbraut

Clinton hjónin hafa ástæðu til að fagna.
Clinton hjónin hafa ástæðu til að fagna.

Hillary Clinton virðist vera komin aftur á sigurbrautina eftir að hafa lent í þriðja sæti í forkosningum demókrata í Iowa í byrjun mánaðarins. Hún sigraði í New Hampshire í þar síðustu viku og svo aftur í Nevada í gær.

Fékk hún 51 prósent atkvæða en Barack Obama 45 prósent. Þykir staða Hillary vera góð fyrir forkosningarnar í Suður Karólínu sem fara fram í næstu viku.

Öldungardeildarþingmaðurinn John MacCain sigraði í forkosningum repúblikana í Suður Karólínu í gær. Sigur hans þykir vera til marks um þann mikla meðbyr sem hann hefur nú. Ekki er langt síðan hann var nánast talinn úr leik í forkosningum flokksins.

Á meðan rær Rudy Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New Yorkborgar, lífróður fyrir sínu framboði fyrir forkosningarnar í Flórída í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×