Houston lagði San Antonio 20. janúar 2008 08:15 Tracy McGrady lék með Houston á ný í nótt Nordic Photos / Getty Images Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla. Yao Ming var atkvæðamestur í liði Houston með 21 stig og 14 fráköst en Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio. Tracy McGrady hitti aðeins úr 4 af 12 skotum sínum í leiknum og virtist sárþjáður, en hann lagði sitt af mörkum í sigrinum. San Antonio tapaði þarna fjórða leik sínum af síðustu sex. Sacramento vann góðan útisigur á Indiana 110-104. Mikki Moore skoraði 22 stig fyrir Sacramento en Danny Granger setti 26 stig fyrir Indiana. Áhorfendur í Indiana bauluðu á Ron Artest, fyrrum leikmann félagsins. Orlando skellti Portland á heimavelli 101-94. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Brandon Roy 25 fyrir Portland. Philadelphia lagði Toronto á heimavelli 99-95. Willie Green skoraði 23 stig fyrir Philadelphia en Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto. Charlotte vann auðveldan heimasigur á Memphis á heimavelli 105-87 og vann þar með fyrsta sigurinn í stuttri sögu félagsins á Memphis. Jason Richardson var frábær í liði Charlotte með 38 stig og 14 fráköst en Pau Gasol skoraði 28 stig frir Toronto. Vonbrigðin leyna sér ekki í svip Dwyane WadeNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New York tók góðan endasprett og lagði Miami á útivelli 88-84 og færði lánlausum heimamönnum 13. tapið í röð. Jamaal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York en Dwyane Wade skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 10 stig og hirti 5 fráköst á 24 mínútum. Chicago vann nokkuð öruggan heimasigur á Detroit 97-81 og var þetta sjötti sigur Chicago á Detroit í síðustu sjö viðureignum liðanna í deildarkeppninni. Detroit sló Chicago nokkuð örugglega út úr úrslitakeppninni í fyrra. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Ben Gordon var með 33 stig hjá Chicago. Golden State lagði Milwaukee 119-99 á útivelli þar sem liðið tryggði sér sigur með því að vinna þriðja leikhlutann 41-22. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Golden State en Michael Redd skoraði 24 stig fyrir heimamenn. Dallas vann öruggan sigur á Seattle 111-96. Dirk Nowitzki skoraði 20 stig í jöfnu liði Dallas en Wally Szczerbiak var með 26 stig hjá Seattle. Denver lagði Minnesota naumlega á útivelli 111-108 þar sem Allen Iverson skoraði 35 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Rashad McCants skoraði 23 stig fyrir Minnesota, Ryan Gomes var með 20 stig og Al Jefferson var með 20 stig og 16 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Jersey eftir framlengdan leik 120-107 á heimavelli sínum. Richard Jefferson skoraði 21 stig fyrir New Jerse og Vince Carter 20, en Corey Maggette skoraði 31 stig fyrir Clippers, Sam Cassell og Al Thornton 22 og Chris Caman skoraði 10 stig, hirti 12 fráköst og varði 9 skot. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla. Yao Ming var atkvæðamestur í liði Houston með 21 stig og 14 fráköst en Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio. Tracy McGrady hitti aðeins úr 4 af 12 skotum sínum í leiknum og virtist sárþjáður, en hann lagði sitt af mörkum í sigrinum. San Antonio tapaði þarna fjórða leik sínum af síðustu sex. Sacramento vann góðan útisigur á Indiana 110-104. Mikki Moore skoraði 22 stig fyrir Sacramento en Danny Granger setti 26 stig fyrir Indiana. Áhorfendur í Indiana bauluðu á Ron Artest, fyrrum leikmann félagsins. Orlando skellti Portland á heimavelli 101-94. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Brandon Roy 25 fyrir Portland. Philadelphia lagði Toronto á heimavelli 99-95. Willie Green skoraði 23 stig fyrir Philadelphia en Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto. Charlotte vann auðveldan heimasigur á Memphis á heimavelli 105-87 og vann þar með fyrsta sigurinn í stuttri sögu félagsins á Memphis. Jason Richardson var frábær í liði Charlotte með 38 stig og 14 fráköst en Pau Gasol skoraði 28 stig frir Toronto. Vonbrigðin leyna sér ekki í svip Dwyane WadeNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New York tók góðan endasprett og lagði Miami á útivelli 88-84 og færði lánlausum heimamönnum 13. tapið í röð. Jamaal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York en Dwyane Wade skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 10 stig og hirti 5 fráköst á 24 mínútum. Chicago vann nokkuð öruggan heimasigur á Detroit 97-81 og var þetta sjötti sigur Chicago á Detroit í síðustu sjö viðureignum liðanna í deildarkeppninni. Detroit sló Chicago nokkuð örugglega út úr úrslitakeppninni í fyrra. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Ben Gordon var með 33 stig hjá Chicago. Golden State lagði Milwaukee 119-99 á útivelli þar sem liðið tryggði sér sigur með því að vinna þriðja leikhlutann 41-22. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Golden State en Michael Redd skoraði 24 stig fyrir heimamenn. Dallas vann öruggan sigur á Seattle 111-96. Dirk Nowitzki skoraði 20 stig í jöfnu liði Dallas en Wally Szczerbiak var með 26 stig hjá Seattle. Denver lagði Minnesota naumlega á útivelli 111-108 þar sem Allen Iverson skoraði 35 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Rashad McCants skoraði 23 stig fyrir Minnesota, Ryan Gomes var með 20 stig og Al Jefferson var með 20 stig og 16 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Jersey eftir framlengdan leik 120-107 á heimavelli sínum. Richard Jefferson skoraði 21 stig fyrir New Jerse og Vince Carter 20, en Corey Maggette skoraði 31 stig fyrir Clippers, Sam Cassell og Al Thornton 22 og Chris Caman skoraði 10 stig, hirti 12 fráköst og varði 9 skot. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira